393 þótt fjarlæg séu landshornin. Ekkert okkar er öðru óviðkomandi hvar sem við búum í þessu landi. Það sannar best viðleitnin til að tengja sem traustust vinabönd milli allra héraða landsins.“421 Samkvæmt hefð var fáni UMFÍ, Hvítbláinn, dreginn að húni við mótssetninguna og síðan tók við keppni í 800 metra hlaupi karla og kvenna. UMSK-fólk lenti þar í 3. sæti: Hannes Hrafnkelsson og Fríða Rún Þórðardóttir, hún var þá aðeins 14 ára gömul og hafði hafið sinn glæsta hlaupaferil. Félagar úr Gerplu í Kópavogi sýndu fimleika við setningarathöfnina og fimleikafólk úr Gerplu og Stjörnunni sýndu einnig fimleika á kvöldvöku sem haldin var í Íþróttahúsi Keflavíkur á laugardagskvöldinu. Þar var viðamikil dagskrá, meðal annars skemmtu Karlakór Keflavíkur, tvíeykið Magnús og Jóhann og einnig Bjartmar Guðlaugsson. Í félagsheimilinu Stapa voru haldnir dansleikir þar sem hljómsveitin Miðlarnir úr Keflavík lék fyrir dansi en á daginn var Stapinn nýttur undir mötuneyti fyrir keppendur og starfsfólk mótsins. Eftir hádegi á sunnudeginum var haldin hátíðarsamkoma, þar talaði Þórhallur Guðjónsson, formaður landsmótsnefndar, séra Þorvaldur Karl Helgason sóknarprestur flutti hugvekju og einnig tók til máls heiðursgestur mótsins, Þorsteinn Einarsson, fyrrum íþróttafulltrúi ríkisins. Hann hafði komið við sögu á 13 landsmótum og flutti nú ávarp og óskaði „… heill þeirri æsku sem vill og þorir að leggja sig fram við lausn íþróttalegra verkefna.“422 Tjaldstæði fyrir mótsgesti var í Njarðvík, stórrigning á fimmtudeginum og nálægðin við Reykjavíkursvæðið hafði sín áhrif, aukin bílaeign og betri samgöngur urðu til þess að fyrir marga var auðvelt að fara á milli heimilis og mótsstaðar og það bitnaði á tjaldbúðalífinu. Aðalkeppnisdagarnir voru þrír og þá var veður þurrt en nokkuð svalt. Mótsgestir voru um átta þúsund en skráðir keppendur 1235, ekki mættu þeir allir til leiks, þegar upp var staðið reyndust keppendur vera nákvæmlega eitt þúsund en mótsgestir um átta þúsund.423 Fyrirtækið Lifandi myndir, sem Þórarinn Guðnason stýrði, gerði heimildamynd um mótið en merki mótsins hannaði Áki Gränz sem þá var forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur. Íþróttakeppnin UMSK rak mötuneyti í sínu stóra tjaldi og líkt og áður á landsmótum var þar miðstöð UMSK-fólks alla mótsdagana. Samkvæmt ársskýrslu UMSK var kappatal sambandsins á þessa leið: „Á landsmótið mætti UMSK með Landsmótsgestir risu á fætur þegar Hvítbláinn var dreginn að húni við mótssetninguna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==