Aldarsaga UMSK 1922-2022

392 liðskönnun, hefja skipulagðar æfingar, afla fjár fyrir undirbúning og þátttöku og mæta síðan til leiks í öllu sínu veldi. Til að allt lukkaðist vel var þjóðráð að skipa landsmótsnefnd sem vann fjárhagsáætlun vegna þátttöku UMSK í mótinu, leitað var til fyrirtækja eftir fjárstyrk með sölu á minjagripum. Þar var um að ræða steina frá fyrirtækinu Álfasteini hf., á þeim stóð: Landsmót 1984. Við styrkjum UMSK. Einnig þótti blaðaútgáfa vænleg leið til fjáröflunar, sambandið gaf út Landsmótsblað UMSK sem var 20 síður í dagblaðastærð, prentað í 7.000 eintökum og dreift ókeypis um sambandssvæðið. Auglýsingatekjur af blaðaútgáfunni skiluðu 100 þúsund krónum í hreinan hagnað. „Ekkert okkar er öðru óviðkomandi“ Fimmtudaginn 12. júlí var mótssetning á íþróttavellinum í Keflavík, þangað gengu þátttakendur í mikilli skrúðfylkingu frá Njarðvíkurvelli undir stjórn Hafsteins Þorvaldssonar. Pálmi Gíslason, formaður Ungmennafélags Íslands, setti 18. landsmót UMFÍ og forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, flutti ávarp, hún sagði meðal annarra orða: „Landsmót sem þessi, þegar saman koma félög og einstaklingar hvaðanæva að af landinu með sömu hugðarefni og sömu markmið, eru einn besti vottur þess að við eigum okkur þjóðarímynd, okkur sjálf hér og nú, með vitund um sögu forfeðranna sem á undan okkur hafa gengið, sjálfsímynd, sem er þjóðerni okkar. Slík landsmót skýra betur en margt annað hvers vegna við, fámenn þjóð í landi víðáttanna, tölum öll sömu tungu Hér má sjá kort af Suðvesturlandi. Upphaflegt félagssvæði UMSK náði frá Hvalfjarðarbotni og út á Reykjanes; ungmennafélagið í Sandgerði var meðal stofnfélaga UMSK árið 1922 en síðar minnkaði félagssvæði sambandsins mikið. Landsmót UMFÍ árið 1984 var haldið í Keflavík og Njarðvík, tíu árum síðar sameinuðust Keflavíkurkaupstaður, Njarðvíkurkaupstaður og Hafnahreppur undir nafninu Reykjanesbær. Skrúðgangan að hefjast á fyrsta degi landsmótsins, bifreiðarnar til vinstri mynda heiðursvörð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==