391 út á land eins og t.d. Borgarnes og Hveragerði. Greinilegt er að mikið er af frambærilegum knattspyrnumönnum í Garðabænum sem tóku miklum framförum á stuttum tíma og urðu úrslit á tímabilinu alltaf betri með hverjum leiknum. Samstarf er á milli KFB og Álftaness þar sem mikið er unnið saman við þróun leikmanna. Eftir tímabilið fóru nokkrir strákar í lið Álftaness eftir að hafa stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki hjá KFB.“420 Knattspyrnufélagið Smári – 2020 Knattspyrnufélagið Smári í Kópavogi var stofnað 10. janúar 2020 og gekk sama ár í UMSK. Félagið átti upprunalega að heita Blix en nafninu var hafnað af sérstakri nefnd. Sæþór Atli Harðarson var kjörinn fyrsti formaður félagsins. Tilgangur þess er að skapa félagsmönnum aðstöðu og tækifæri til íþróttaiðkunar og félags- og tómstundastarfsemi og jafnframt að efla samkennd bæjarbúa með þátttöku í starfi félagsins. Mynd af liðsmönnum Knattspyrnufélags Bjarnastaða. Fast þeir sóttu sigur Landsmót UMFÍ í Keflavík og Njarðvík 13.–15. júlí 1984 Við skulum halda á Suðurnes Árið 1980 sótti UMSK um að halda landsmót UMFÍ að Varmá í Mosfellssveit sumarið 1984 og til vara árið 1987. Þrír aðilar sóttu um að halda landsmótið árið 1984: UMSK, HSÞ og Suðurnesjamenn. Niðurstaðan varð sú að mótið skyldi haldið í Keflavík og Njarðvík, í fyrsta skipti á þeim slóðum, árið 1987 yrði það haldið á félagssvæði HSÞ en UMSK varð að bíða – enn um sinn. Þórhallur Guðjónsson, fyrrverandi formaður Ungmennafélags Keflavíkur, var formaður landsmótsnefndar en framkvæmdastjórar mótsins voru Sigurbjörn Gunnarsson og Jón Halldórsson. Í Keflavík og Njarðvík bjuggu um þetta leyti um níu þúsund manns og þar voru ýmis mannvirki til staðar fyrir viðamikið landsmót: fjórir knattspyrnuvellir, tvö stór íþróttahús, útivellir fyrir handknattleik og körfuknattleik og rúmgott skólahúsnæði sem hægt væri að nýta fyrir gistingu og fleira. Hins vegar skorti brúklegan frjálsíþróttavöll og réðust Keflvíkingar í byggingu hans. Líkt og stundum áður á landsmótum var engin lögleg keppnislaug til staðar en málið var leyst með því að setja upp 25 metra „pokalaug“ í Njarðvík með fjórum brautum og var laugin tekin niður eftir mótið. Landsmótsár voru ævinlega hápunktur í starfi ungmennafélaganna, í mörg horn var að líta, gera þurfti
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==