Aldarsaga UMSK 1922-2022

390 var nafninu breytt í Knattspyrnufélagið Miðbær, þegar þetta er ritað er staðan þessi hjá Miðbæjardrengjunum: „Liðið er skipað 36 leikmönnum af 19 mismunandi þjóðernum. Sannkallaður fjölmenningarklúbbur sem deilir þekkingu og hefðum. Vel er tekið á móti þátttakendum óháð uppruna, kyni, kynþætti eða trú sem deila íslenskri og alþjóðlegri fótboltamenningu.“417 Árið 2021 lék kvennalið félagsins í 2. deild og keppti einnig um Íslandsbikarinn. Æfinga- og heimavöllur félagsins er í Kórnum í Kópavogi en félagið gekk í UMSK árið 2022. Knattspyrnufélagið Örninn – 2013 Knattspyrnufélagið Örninn í Kópavogi var stofnað 18. desember 2013 og gekk ári síðar í UMSK. Félagið keppti meðal annars í 4. deild, það hefur hætt starfsemi og gekk úr UMSK árið 2020. Knattspyrnufélagið Kría – 2014 Knattspyrnufélagið Kría á Seltjarnarnesi var stofnað 15. janúar 2014 og var Gunnar Þorbergur Gylfason kjörinn fyrsti formaður félagsins. Kría hefur frá upphafi sent lið í Íslandsmót karla og bikarkeppni KSÍ með ágætum árangri. Félagið er í miklu samstarfi við íþróttafélagið Gróttu, margir leikmenn Kríunnar hafa leikið með yngri flokkunum í Gróttu og hafa félögin stundum sent sameiginlegt lið til keppni. Knattspyrnufélagið Álafoss – 2017 Knattspyrnufélagið Álafoss í Mosfellsbæ var stofnað snemma árs 2017 og segir frá því á vefsíðu bæjarblaðsins Mosfellings 27. febrúar það sama ár: „Á dögunum stofnuðu nokkrir galvaskir Mosfellingar nýtt knattspyrnulið sem taka mun þátt í 4. deildinni í sumar. Flestir hafa komið við sögu í yngriflokkastarfi Aftureldingar. „Stanslausar vinsældir móður allra íþrótta hafa valdið því að fjölgun þeirra sem stunda fótbolta í Mosfellsbæ er slíkur að færri komast að en vilja í meistaraflokksliðum Aftureldingar og Hvíta riddarans.“ Þetta segir Patrekur Helgason formaður hins nýstofnaða félags. „Þá var ekki nema eitt til ráða, stofna nýtt lið og skrá það til leiks.“418 Félagið gekk í UMSK árið 2018 og hefur keppt í 4. og 5. deild og um Mjólkurbikarinn. Álafossmenn lýstu starfsemi félagsins þannig árið 2020: „Álafoss fór í andlitslyftingu árið 2019 þar sem nýtt logo var tilkynnt, nýir búningar og Ásgrímur Helgi Einarsson stýrði sínu fyrsta tímabili. Miklar framfarir voru í herbúðum Álafoss og sýndi það sig inn á vellinum, félagið var í baráttu lengi vel um að komast í úrslitakeppnina í 4. deild. Stigamet fyrri ára var slegið. Þrátt fyrir að stefnan var sett á úrslitakeppnina gengum við út sáttir og stoltir eftir tímabilið og sjáum bara fram á bjarta tíma framundan. Samstarf á milli Aftureldingar og Álafoss styrktist á árinu 2019 þar sem nokkrir ungir strákar úr 2. flokk UMFA fengu tækifæri til að sanna sig og stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki. Mikilvægasta sem við tökum af árinu er það að hópurinn er þéttur og naut sín að vera lið bæði innan sem utan vallar.“419 Knattspyrnufélagið Skandinavia – 2019 Knattspyrnufélagið Skandinavia í Kópavogi var stofnað 8. janúar 2019 og gekk í UMSK árið 2020. Tilgangur félagsins er iðkun og útbreiðsla knattspyrnuíþróttarinnar. Félagið átti í fyrstu að heita Stríðsmenn en ÍSÍ hafnaði því nafni þar eð það samræmdist ekki gildum sambandsins. Saint Paul Edeh hefur sinnt þjálfun og verið formaður félagsins. Knattspyrnufélag Bjarnastaða (KFB) – 2020 Knattspyrnufélag Bjarnastaða er meðal yngstu félaganna í UMSK, stofnað á nýársdag árið 2020 og gekk sama ár í UMSK. Félagsheitið vísar til hússins Bjarnastaða á Álftanesi sem tengist mikið sögu skóla- og æskulýðsmála á nesinu. Félagið átti upphaflega að heita Knattspyrnufélagið Bessastaðir en ÍSÍ gerði athugasemdir við þá nafngift og var nafninu breytt. Tilgangur KFB er að auka íþrótta- og menningarstarfsemi á Álftanesi, í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2020 segir: „Knattspyrnufélag Bjarnastaða var stofnað 1. janúar 2020 þar sem Álftnesingar úr Garðabæ hugðust stofna knattspyrnulið í Garðabæ fyrir Garðbæinga sem ýmist eru komnir á síðari ár á ferlinum eða eru ungir leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Tímabilið var gríðarlega lærdómsríkt og skemmtilegt þar sem Knattspyrnufélag Bjarnastaða, eða KFB, voru með sóknarleik í fyrirrúmi og spiluðu skemmtilegan fótbolta. Við tók ferðalag norður á Akureyri sem og annað stutt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==