Aldarsaga UMSK 1922-2022

388 enda æfa margir fyrrverandi Stjörnumenn með félaginu. Lárus Guðmundsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, var stofnandi og fyrsti og eini formaður félagsins, heimavöllur þess er Stjörnuvöllurinn (Samsung-völlurinn) og búningur félagsins er skilgreindur þannig: peysa: svört / buxur: svartar / sokkar: svartir. Varabúningur, peysa: hvít / buxur: hvítar / sokkar: hvítir. Knattspyrnufélagið Ísbjörninn – 2008 Félagið var stofnað 17. mars 2008 og gekk í UMSK árið 2010. Fyrsti formaður félagsins var Hafþór Karlsson og gegnir hann enn formennskunni. Meistaraflokkur félagsins stundar knattspyrnuæfingar tvisvar til þrisvar í viku yfir keppnistímann og hefur tekið þátt í ýmsum mótum, til dæmis ÍR-Open, Visa-bikarnum, Valitor-bikarnum, Utandeildinni, Íslandsmótinu, Bikarkeppni KSÍ og einnig í Íslandsmótinu í svonefndum futsal-fótbolta þar sem þeir urðu Íslandsmeistarar árið 2021. Það ár var heimsfaraldur í algleymingi sem hafði sín áhrif á starfsemi félagsins líkt og fram kemur í ársskýrslu UMSK: „Árshátíð liðsins var því miður ekki haldin í ár sökum ástands í samfélaginu, en í staðinn var haldinn rafrænn fundur í lok september með öllum leikmönnum liðsins og þar voru menn verðlaunaðir fyrir góða frammistöðu á árinu.“412 Árshátíð félagsins árið 2021 var einnig aflýst vegna COVID-19 en Ísbjarnarmenn bera höfuðið hátt og skrifa um það ár: „Þetta var mjög erfitt, skemmtilegt en lærdómsríkt ár fyrir okkur í Ísbirninum. Ísbjörninn stefnir á að taka þátt í eftirfarandi mótum á þessu ári [2022]: Lengjubikar, Mjólkurbikar KSÍ, Íslandsmótinu í 4. deild og UEFA Futsal Champions League forkeppni sem verður haldin í ágúst á þessu ári einhversstaðar í Evrópu.“413 Íþróttafélagið Stálúlfur – 2010 Íþróttafélagið Stálúlfur í Kópavogi var stofnað í ársbyrjun 2010 og gekk ári síðar í UMSK. Þetta sérstaka félagsnafn vísar til þjóðsögu sem tengist Vilníus, höfuðborginni í Litháen; margir félagsmenn eru Litháar en annars koma liðsmenn félagsins víða að eins og lesa má í ársskýrslu UMSK þar sem tilgangi Stálúlfs er lýst: „Tilgangur félagsins er margþættur, m.a. að búa til vettvang fyrir íþróttaáhugamenn af erlendum uppruna, hvetja til heilbrigðra lífshátta, efla sjálfsmynd og aðstoða innflytjendur að aðlagast íslensku samfélagi með því að stuðla að virkum og skemmtilegum samskiptum milli Íslendinga og innflytjenda gegnum íþróttir. Þátttaka í íþróttastarfi rýfur bæði einangrun fólks af erlendum uppruna, eflir samkennd og vináttu. … Þrátt fyrir að félagið hafi verið stofnað af litháiskum íþróttamönnum eru meðlimir félagsins af ólíkum uppruna enda allir velkomnir að taka þátt. Við höfum leikmenn frá Litháen, Póllandi, Portúgal, Úkraínu, Rússlandi, Lettlandi, Sýrlandi, Serbíu, Bosníu, Egypt og Íslandi.“414 Stálúlfur leggur stund á körfubolta og knattspyrnu í meistaraflokki karla, 140 iðkendur voru í félaginu árið 2020 og skiptust þeir nokkuð jafnt milli þessara íþróttagreina. Félagið tekur þátt í deildakeppni í körfu, heimaleikir hafa verið háðir í Fagralundi í Kópavogi en æfingar farið fram í Kársnesskóla. Félagið hefur tekið þátt í ýmsum knattspyrnumótum á vegum KSÍ: Knattspyrnulið Stálúlfs æfir í Kórnum þar sem þessi mynd var tekin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==