Aldarsaga UMSK 1922-2022

385 Margir þekktir knattspyrnumenn hafa stigið sín fyrstu skref innan Augnabliks, þar á meðal landsliðsmennirnir Alfreð Finnbogason og Sverrir Ingi Ingason. Á nýrri öld keppti félagið einnig í körfuknattleik karla og meistaraflokki kvenna í knattspyrnu, þar komst liðið upp í 1. deild árið 2019 eftir sigur í 2. deild árið áður. Starfsemi Augnabliks er enn nátengd Breiðabliki, í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2019 segir: „Markmið félagsins er að styðja við uppeldisstarf Breiðabliks með því að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri til þess að spila í meistaraflokki auk þess að taka við leikmönnum sem ekki komast að í meistaraflokkum Breiðabliks. Félagið er rekið með styrkjum frá Kópavogsbæ, fyrirtækjum ásamt því að leikmenn og sjálfboðaliðar félagsins taka að sér vinnu fyrir Breiðablik í fjáröflunarskyni.“404 Knattspyrnufélagið Hvatberar – 1987 Knattspyrnufélagið Hvatberar á Seltjarnarnesi var stofnað 19. febrúar 1987 og gekk sama ár í UMSK.405 Greint var frá stofnun félagsins í Morgunblaðinu með þessum orðum: „Nú fyrir allra skemmstu var stofnað nýtt knattspyrnufélag og ber það nafnið Hvatberar. … Upphaflega átti félagið reyndar að heita „Hið íslenska knattspyrnufélag“, en það nafn vildi K.S.Í. ekki samþykkja – taldi það geta valdið misskilningi, sérstaklega á erlendri grund. … Stofnendur félagsins eru allir ungir áhugamenn um knattspyrnu, sem hafa æft í ýmsum félögum fram í fjórða, þriðja og annan flokk. … Þeir félagar vonast til þess að geta farið að gjóa augunum að þriðju deild gangi þeim allt í haginn á árinu. … Ekki sakar heldur að geta félagssöngsins, en það er að sjálfsögðu „Hraustir menn“.“406 Knattspyrnufélagið Hvatberar hætti starfsemi sinni um aldamótin 2000.407 Knattspyrnufélagið Fyrirtak (KFT) –1987 Knattspyrnufélagið Fyrirtak í Garðabæ var stofnað á Hard Rock Café 11. nóvember 1987 og gekk sama ár í UMSK. Stofnendur voru flestir úr Garðabæ en einnig gengu knattspyrnumenn úr Kópavogi og Hafnarfirði til liðs við félagið. Fljótlega voru um 40 félagar í Fyrirtaki sem stefndi á þátttöku í 4. deild Íslandsmótsins. Ungmennafélagið Stjarnan var ekki allskostar ánægt með stofnun hins nýja félags, einhverjir liðsmenn Stjörnunnar gengu til liðs við Fyrirtak og auk þess varð aukin samkeppni um knattspyrnuvellina í Garðabæ.408 Knattspyrnufélagið Fyrirtak starfar ekki lengur. Hvíti riddarinn – 1998 Hvíti riddarinn er knattspyrnufélag í Mosfellsbæ sem var stofnað 14. ágúst 1998 og gekk í UMSK árið 2004. Jóhann Benediktsson var fyrsti formaður félagsins sem tók fyrst þátt í utandeildinni árið 2001, endaði þar í 2. sæti en varð síðar utandeildarmeistari. Árið 2005 keppti Hvíti riddarinn á Íslandsmótinu í fyrsta skipti og hefur einnig tekið þátt í bikarkeppni KSÍ. Karlalið Hvíta riddarans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==