Aldarsaga UMSK 1922-2022

383 mótinu og var valin knattspyrnukona ársins. Það sumar skoraði hún markaþrennu í bikarúrslitaleik gegn Selfyssingum sem gulltryggði Garðbæingum bikarinn, fyrirsögn Fréttablaðsins í frásögn um leikinn var „Hörputónar í Laugardalnum“. Harpa lék hvorki fleiri né færri en 67 landsleiki á sínum ferli. Það sama ár (2014) fengu stúlkurnar háttvísisverðlaun ársins og þjálfari þeirra, Ólafur Þór Guðbjörnsson, var valinn þjálfari ársins af KSÍ og reyndar einnig árin 2015 og 2016. Um þetta leyti voru tvö UMSK-félög í sigurbaráttunni í kvennaknattspyrnu: Breiðablik og Stjarnan. Árið 2015 hafði Stjarnan fengið sex erlendar stúlkur til liðs við sig, þar á meðal tvær frá Brasilíu. Að þessu sinni höfðu Breiðabliksstúlkur betur í baráttunni um Íslandsbikarinn en Stjarnan hafnaði í 2. sæti. Stjörnustúlkur urðu hins vegar bikarmeistarar eftir sigur á Selfyssingum í úrslitaleiknum. Velgengni Stjörnunnar á knattspyrnusviðinu hélt áfram, í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2016 segir: „Íþróttastarfið í Stjörnunni var sem fyrr í miklum blóma. Mikill kraftur er í öllum deildum félagsins en ber þá árangur meistaraflokks kvenna í knattspyrnu einna helst eftirtekt. En þær gerðu sér lítið fyrir og unnu Íslandsmeistaratitilinn í fjórða skipti á 6 árum. Með Íslandsmeistaratitlinum 2016 vann Stjarnan það einstæða afrek að hafa unnið annan hvorn eða báða stóru titlana í íslenskri kvennaknattspyrnu, Íslandsmeistaratitil eða bikarmeistaratitil, sex ár í röð. Þetta hefur ekkert annað félag afrekað frá því að tekin var upp 10 liða keppni í úrvalsdeild kvenna. Meistaraflokkur karla átti einnig mjög gott sumar og endaði í öðru sæti í deildinni og tryggði sér þar með sæti í Evrópukeppninni næsta sumar.“399 Nokkrar Stjörnustúlkur frá þessu blómaskeiði fóru í atvinnumennsku erlendis, þar á meðal Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir. Árið 2017 og 2018 komust Stjörnustúlkur í bikarúrslit en urðu að lúta í lægra haldi, fyrir Selfyssingum árið 2017 og nágrönnum sínum í Breiðabliki árið 2018. Árið 2019 urðu ákveðin kynslóðaskipti innan liðsins og 2021 var mikil samvinna milli Álftaness og Stjörnunnar í kvennaknattspyrnunni sem gaf góða raun. Kvennalið Stjörnunnar þegar félagið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í meistaraflokki árið 2011. Í fremstu röð eru, talið frá vinstri: Karen Sturludóttir, Bryndís Hrönn Kristinsdóttir, Kristrún Kristjánsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fyrirliði og Bryndís Björnsdóttir. Í 2. röð eru, talið frá vinstri: Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna, Jóhann Sveinbjörnsson aðstoðarþjálfari, Bergur Tamimi, Þorlákur Már Árnason þjálfari, Ashley Barnes, Inga Birna Friðjónsdóttir, Kirsten Edmonds, Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, Edda María Birgisdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Írunn Þorbjörg Aradóttir, Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, Sara Rut Unnarsdóttir liðsstjóri, Ragnhildur Sigurðardóttir í meistaraflokksráði, Unnar Reynisson í meistaraflokksráði og Bárður Tryggvason í meistaraflokksráði. Í öftustu röð eru, talið frá vinstri: Þórhildur Stefánsdóttir, Hugrún Elvarsdóttir, Eyrún Guðmundsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Margrét Guðný Vigfúsdóttir, Anna María Baldursdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==