Aldarsaga UMSK 1922-2022

382 Íslandsmeistaratitilinn, í 2. flokki kvenna. Úrslitaleikurinn var á milli Stjörnunnar og Breiðabliks, Stjarnan sigraði 3–1, Guðný Guðnadóttir og Rósa Dögg Jónsdóttir skoruðu Stjörnumörkin. Ári síðar, 1986, stóðu stúlkurnar uppi sem sigurvegarar í 2. deild Íslandsmótsins og varð Hrund Grétarsdóttir úr Stjörnunni markadrottning mótsins. Stjörnuliðið komst upp í 1. deild sem síðar fékk nafnið úrvalsdeild. Kringum 1990 gekk Stjörnuliðinu ekki sem skyldi, burðarásar liðsins gengu í önnur félög og árið 1990 var enginn meistaraflokkur kvenna hjá Stjörnunni. Blaðinu var þó snúið við á ný, nokkrir mikilvægir leikmenn sneru til baka og sumarið 1991 náði liðið ágætum árangri í 2. deild. Sumarið 1992 keppti liðið aftur í efstu deild, Guðný Guðnadóttir var markadrottning deildarinnar á árunum 1991 og 1992. Árið 1993 komst Stjarnan í úrslit í bikarkeppni KSÍ en laut í lægra haldi fyrir Skagastúlkum.396 Árið 2008 tók Einar Páll Tamimi við formennsku í meistaraflokksráði kvenna innan Stjörnunnar og gegndi henni í rúman áratug. Í hönd fóru miklir uppgangstímar hjá kvennaliðinu sem varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti árið 2011 og bikarmeistari í fyrsta skipti árið 2012, í sögu Stjörnunnar segir: „Sigrar þess voru ekki tilviljun. Óhætt er að fullyrða að aldrei áður hafi íslenskt kvennalið sýnt önnur eins tilþrif á knattspyrnuvellinum og oftar en ekki vann það leiki sína með miklum mun.“397 Einn af þeim leikmönnum sem blómstruðu innan Stjörnunnar á þessu tímaskeiði var Harpa Þorsteinsdóttir sem hlaut Adidas-gullskóinn þrisvar sinnum sem markahæsti leikmaðurinnn á Íslandsmótinu, haft var á orði að hún ætti gullskó til skiptanna. Einn skóinn fékk Harpa árið 2014 þegar hún skoraði 27 mörk á ÍslandsÁrið 1985 hömpuðu Stjörnustúlkur fyrst Íslandsmeistaratitli, það var í 2. flokki. Í fremri röð eru, talið frá vinstri: Rósa Dögg Jónsdóttir, Sigríður Skúladóttir, Guðný Guðnadóttir, Þórhildur Loftsdóttir, Ragnheiður Stephensen og Harpa Víðisdóttir. Í aftari röð eru, talið frá vinstri: Kristín Jóhannesdóttir, Brynja Ástráðsdóttir fyrirliði, Iðunn Jónsdóttir, Þuríður Gunnarsdóttir, Valgerður Guðlaugsdóttir, Guðrún Ásgeirsdóttir, Auður Skúladóttir og Ásgeir Pálsson þjálfari. Á myndina vantar Hörpu Hilmarsdóttur. Leikir og mörk Leikjahæstu Stjörnukonurnar í efstu deild KSÍ fram til ársins 2019 voru: Ásgerður Stefanía Baldursdóttir: 218 leikir. Auður Skúladóttir: 210 leikir. Harpa Þorsteinsdóttir: 205 leikir. Sandra Sigurðardóttir: 170 leikir. Kristrún Kristjánsdóttir: 152 leikir. Markahæstu konurnar voru: Harpa Þorsteinsdóttir: 158 mörk. Björk Gunnarsdóttir: 61 mark. Guðný Guðnadóttir: 55 mörk. Rósa Dögg Jónsdóttir: 41 mark. Inga Birna Friðjónsdóttir: 38 mörk.398

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==