Aldarsaga UMSK 1922-2022

380 Strax næsta ár komst Stjarnan aftur í bikarúrslit, að þessu sinni á móti Fram. Staðan var 2–0 fyrir Stjörnuna í hálfleik en Frömurum tókst að jafna leikinn í síðari hálfleik. Eftir framlengdan leik var staðan 3–3, Framarar höfðu betur í vítaspyrnukeppni og Garðbæingar fóru bikarlausir heim. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfaði meistaraflokk Stjörnunnar á árunum 2014–2021. Árið 2014 varð liðið Íslandsmeistari í fyrsta skipti í sögu félagsins, það var sannarlega sætur sigur og stuðningsmannaliðið Silfurskeiðin brast í söng þegar titillinn var í höfn eftir æsispennandi leik við FH: „Íslandsbikarinn var á leið í Garðabæ. Var ekki að undra þótt tár sæjust á hvarmi margra þegar leikmennirnir hlupu að stúkunni þar sem áhangendur þeirra voru og Silfurskeiðin söng hástöfum: „Stöndum upp fyrir Stjörnunni. Við erum Stjörnumenn – Við erum Stjörnumenn!““394 Það sama ár hampaði 2. flokkur karla Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð og það kom ekki á óvart að knattspyrnudeild Stjörnunnar væri valin deild ársins innan félagsins. Formaður deildarinnar var Almar Guðmundsson sem varð bæjarstjóri Garðabæjar árið 2022. Árið 2017 komst karlalið Stjörnunnar í undanúrslit í bikarkeppni KSÍ, tapaði þar fyrir Eyjamönnum sem urðu síðan bikarmeistarar eftir sigur á FH. Ári síðar, 2018, komust tvö UMSK-lið í úrslit, Stjarnan og Breiðablik. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 0–0 og einnig eftir framlengingu. Æsispennandi vítaspyrnukeppni tók við, þar sigruðu Stjörnumenn með glæsibrag og gífurleg fagnaðarlæti brutust út í herbúðum Garðbæinga. Kvennaknattspyrna. Á fyrri hluta 8. áratugarins hófust Íslandsmót kvenna í knattspyrnu, bæði utan- og innanhúss. Stjörnustúlkur tóku þátt í þessum mótum en höfðu ekki erindi sem erfiði í fyrstu. Þátttaka þeirra var stopul og kvennastarfið lá að mestu leyti niðri á árunum 1977 til 1984 en það ár sendi Stjarnan lið á Íslandsmótið Stjörnupiltar sem urðu Íslandsmeistarar í 5. flokki árið 2018. Fremri röð frá vinstri: Bjarki Hauksson, Ingólfur Gauti Ingason, Tómas Óli Kristjánsson, Leifur Jónsson og Hafþór Andri Benediktsson. Aftari röð frá vinstri: Atli Jónasson þjálfari, Sigurður Hákon Halldórsson, Jón Arnar Hjálmarsson, Arngrímur Magnússon, Kjartan Már Kjartansson, Einar Freyr Hauksson, Ottó Valur Leifsson aðstoðarþjálfari, Halldór Ragnar Emilsson aðstoðarþjálfari. Það var stórkostlegt andartak þegar meistaraflokkur Stjörnunnar varð Íslandsmeistari árið 2014, í fyrsta skipti í sögu félagsins. Martin Rauschenberg og Veigar Páll Gunnarsson búa sig undir að jafnhatta bikarinn. Myndin er tekin í Kaplakrika í Hafnarfirði eftir úrslitaleikinn við FH.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==