Aldarsaga UMSK 1922-2022

38 10. janúar var Íþróttafélagið Stálúlfur í Kópavogi stofnað. Í félaginu eru Litháar og aðrir innflytjendur, einnig Íslendingar. Breiðablik fagnar sextugsafmæli sínu með stórdansleik á miðjum þorranum. Í marsmánuði var fyrsta línudansmót UMSK fyrir 50 ára og eldri haldið í Mosfellsbæ. 25. maí var fimleikahús vígt í íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ. 27. maí var Júdófélag Garðabæjar stofnað. Björn H. Halldórsson var kjörinn fyrsti formaður félagsins. 13. unglingalandsmót UMFÍ haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. 29. september var Rugbyfélagið Stormur á Seltjarnarnesi stofnað. 20. október var Skautafélagið Fálkar í Kópavogi stofnað. Vilhelm Patrick Bernhöft var kosinn fyrsti formaður félagsins. Taekwondodeild stofnuð innan Breiðabliks. 2011 10. janúar var Kraftlyftingafélag Seltjarnarness – Zetorar – stofnað. 11. maí var sundlaugin í Boðaþingi í Kópavogi vígð við hátíðlega athöfn. 1. landsmót UMFÍ fyrir 50+ haldið á Hvammstanga 24.–26. júní. 14. unglingalandsmót UMFÍ haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. UMSK gefur út fræðsluefnið „Framtíðina“ sem Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur setti saman og fjallar um hugmyndir og leiðir til að auka félagslega þjálfun í íþróttastarfi. Á árinu var öld liðin frá því að Tryggvi Gunnarsson færði UMFÍ Þrastaskóg að gjöf. UMFÍ skipaði afmælisnefnd og veglegt upplýsingaskilti var sett upp við veitingastaðinn Þrastalund. Kraftlyftingadeild Gróttu stofnuð. 2012 Í UMSK voru á þessu ári 54.664 félagsmenn, 43 aðildarfélög og 22.514 iðkendur. 7. janúar var Knattspyrnufélagið Skínandi í Garðabæ stofnað. 28. janúar fagnaði ÍSÍ aldarafmæli sínu. Ýmsir viðburðir voru í tilefni afmælisins og út kom bókin „ÍSÍ – saga og samfélag í 100 ár“. Vinna hafin við ritun 100 ára sögu UMSK. Jón M. Ívarsson tekur að sér að semja sögu sambandsins fyrstu 40 árin. 2. landsmót UMFÍ fyrir 50+ haldið í Mosfellsbæ 8.–10. júní. 29. júní var Hestamannafélagið Sprettur stofnað, við sameiningu hestamannafélaganna Andvara í Garðabæ og Gusts í Kópavogi. 15. unglingalandsmót UMFÍ haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina. 22. september var Knattspyrnufélagið Vatnaliljur í Kópavogi stofnað. 19. nóvember varð UMSK 90 ára, afmælishátíð var haldin í Kópavogi. Um haustið var skákdeild Breiðabliks stofnuð. Bandýdeild HK tekur til starfa. Samþykkt á ársþingi UMSK að eftirtalin félög fengju inngöngu í UMSK: Skautafélagið Fálkar í Kópavogi, Kraftlyftingafélag Seltjarnarness, Kraftlyftinga-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==