379 foringjar þessa liðs.390 Lárus Guðmundsson gekk einnig til liðs við Stjörnuna eftir langan keppnisferil erlendis.391 Stjarnan féll aftur niður í 2. deild árið 1991, efsta deildin fékk reyndar nafnið úrvalsdeild árið 1997 og var jafnan kennd við aðalstyrktaraðila mótsins. Á árunum 1995–1997 lék markmaðurinn Bjarni Sigurðsson með Stjörnunni en hann hafði þá leikið 41 leik með landsliðinu og verið atvinnumaður í Noregi um skeið. Keppikeflið var að sjálfsögu að komast í úrvalsdeild og halda sæti sínu þar, gekk á ýmsu í þeim efnum. Árið 2004 féll liðið niður í 2. deild eftir að hafa verið 16 ár í tveimur efstu deildunum. Ýmsir þjálfarar hafa komið að þjálfun liðsins síðustu áratugina, meðal annarra Sigurlás Þorleifsson 1993– 1994, Arnór Guðjohnsen 2001, þá nýkominn úr atvinnumennsku, Valdimar Kristófersson 2002–2004 og Jörundur Áki Sveinsson 2005–2006. Lárus Guðmundsson þjálfaði meistaraflokk árið 2007 og árið 2008 tók Bjarni Jóhannsson við þjálfun liðsins. „Bjarni gerði miklar kröfur ekki einungis til sjálfs sín og leikmanna heldur líka að umgjörðin væri eins góð og frekast var kostur.“392 Undir stjórn Bjarna komst liðið aftur upp í úrvalsdeild og voru það nokkur tímamót í sögu deildarinnar. Liðið varð þekkt fyrir að leika skemmtilegan sóknarbolta og tilþrifamikinn leik, það var að mestu skipað leikmönnum sem höfðu alist upp sem knattspyrnumenn innan Stjörnunnar, en Steinþór Þorsteinsson kom sem liðsauki úr Breiðabliki. „Vakti hann sérstaka athygli fyrir innskot sín þar sem hann tók heljarstökk í tilhlaupinu og kastaði svo langt að það var ígildi hornspyrnu …“393 Bjarni Jóhannsson þjálfaði meistaraflokk Stjörnunnar um fimm ára skeið, árið 2013 þjálfaði Logi Ólafsson meistaraflokksliðið sem hafnaði í 3. sæti. Logi var „alinn upp“ í Stjörnunni og kom mikið við sögu félagsins sem leikmaður og þjálfari. Árið 2009 var félagið „Tólfti maðurinn“ stofnað í Garðabæ, meginhlutverk þess var að vera fjárhagslegur bakhjarl knattspyrnudeildar Stjörnunnar sem var þrískipt: karladeild, kvennadeild og yngri flokka deild. Yngri flokka starfið styrktist jafnt og þétt, árið 2012 hampaði 4. flokkur pilta Íslandsmeistaratitlinum og sama ár varð 2. flokkur pilta bikarmeistari. Öðrum yngri flokkum gekk einnig prýðilega, árið 2013 varð 2. flokkur Stjörnunnar Íslandsmeistari ásamt dótturfélagi sínu Skínanda. Lengi vel hafði meistaraflokkur karla hjá Stjörnunni ekki erindi sem erfiði í bikarkeppni KSÍ. Það var fyrst 2012 sem liðið fór alla leið í úrslit, á móti KR sem hafði unnið bikarinn oftar en nokkurt annað félag, eða 12 sinnum. Stjörnuliðið lék vel í úrslitaleiknum en KR-ingar höfðu betur, sigruðu 2–1 og bikarinn eftirsótti hafnaði í vesturbæ Reykjavíkur. Fyrstu Íslandsmeistarar Stjörnunnar í karlaflokki var 3. flokkur félagsins árið 1986. Í fremri röð frá vinstri eru: Kjartan Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, Eyþór Sigfússon, Árni Kvaran, Jón Þórðarson, Sigurður Gunnlaugsson, Börkur Gunnarsson og Ingólfur Ingólfsson. Í aftari röð eru, talið frá vinstri: Magnús Eggertsson, Sigurður Hilmarsson, Valdimar Kristófersson, Sigurður Bjarnason, Bjarni Benediktsson, Jörundur Áki Sveinsson, Þóroddur Ottesen, Ingólfur Guðmundsson, Hafsteinn Pálsson og Lárus Loftsson þjálfari.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==