Aldarsaga UMSK 1922-2022

378 stofuna til að fara í keppnisbúningana en hitt liðið svefnherbergið. Heimili þeirra var ævinlega opið fyrir Stjörnufólk og stundum var það kallað fyrsta félagsheimili Stjörnunnar. Frómt frá sagt lenti félagsstarfið á of fáum herðum svo stundum heyrðust raddir um að ráðlegast væri að leggja knattspyrnudeildina og jafnvel félagið allt niður.387 Á 8. áratugnum lék karlalið Stjörnunnar lengst af í 3. deild Íslandsmótsins og meira að segja tvö ár í 2. deild sem kom til sögunnar árið 1982. Með bættri aðstöðu og meiri stuðningi bæjarfélagsins efldist knattspyrnan innan félagsins bæði hjá körlum, konum og í yngri aldursflokkum. Um skeið æfðu allir flokkar Stjörnunnar á Vallargerðisvelli í Kópavogi en vallarmálin í Garðabæ komust ekki á lygnan sjó fyrr en árið 1986 þegar fyrsti knattspyrnuvöllurinn á Ásgarðssvæðinu var tekinn í notkun. Starfið í yngri flokkunum efldist og með bættri aðstöðu lét árangurinn ekki á sér standa. Stjarnan landaði fyrsta Íslandsmeistaratitlinum árið 1986, í 3. flokki karla. Það sama ár var Kristinn Björnsson ráðinn þjálfari meistaraflokks karla og átti mikinn þátt í að byggja upp öflugt lið næstu árin, þar sem yngri leikmenn drógu vagninn. Undir stjórn Kristins komst Stjarnan upp í 2. deild Íslandsmótsins árið 1988. Jóhannes Atlason, fyrrverandi landsliðsþjálfari, tók þá við liðinu og sá strax að þetta unga og ferska lið ætti möguleika á að vinna sig upp í 1. deild. „Það gat verið vandasamt að velja í liðið. Úrvalið var svo gott …,“ sagði Jóhannes.388 Árangurinn lét ekki á sér standa, liðið gerði stuttan stans í 2. deild og komst strax upp í 1. deild, hafði slíkt aldrei gerst áður í íslenskri knattspyrnusögu.389 Skagamennirnir Árni Sveinsson og Sveinbjörn Hákonarson, sem höfðu þá gengið til liðs við Stjörnuna, voru sannkallaðir Hjónin Ellen Einarsdóttir og Ingvi Guðmundsson studdu starf Stjörnunnar með ráðum og dáð. Heimili þeirra stóð ævinlega opið fyrir félagsmenn. Sumarið 1988 komst meistaraflokkur karla hjá Stjörnunni upp í 2. deild. Myndin er tekin á Tungubökkum í Mosfellssveit þar sem úrslitaleikurinn fór fram. Í fremri röð frá vinstri eru: Ingólfur Ingólfsson, Udo Lukas, Loftur Steinar Loftsson, Ragnar Gíslason, Kristján Geirsson, Sigurður Haraldsson, Þórhallur Guðjónsson, Lúðvík Örn Steinarsson, Egill Örn Einarsson og Sveinbjörn Hákonarson. Í aftari röð eru, talið frá vinstri: Birkir Sveinsson, Sveinn Sveinsson, Birgir Sigfússon, Valdimar Kristófersson, Heimir Erlingsson, Bjarni Benediktsson, Kristinn Björnsson þjálfari, Árni Sveinsson fyrirliði, Kristófer Valdimarsson liðsstjóri, Sigfús Sigurhjartarson liðsstjóri og Erling Ásgeirsson liðsstjóri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==