Aldarsaga UMSK 1922-2022

377 þessara félaga lauk árið 2020. Meistaraflokkur karla hefur einnig leikið í efstu deild, hann lenti í 2. sæti í Inkassodeildinni árið 2018 og vann sér sæti í úrvalsdeildinni.384 HK á sérstakan stuðningsmannasöng, lagið er eftir Pálma Sigurhjartarson en ljóðið eftir Kára Waage, viðlagið hljóðar þannig: Eins og sjá má við styðjum okkar lið HK, við styðjum HK. Stöndum saman, saman hönd í hönd. HK, HK. Stjarnan Framar í þessari bók er gerð ítarleg grein fyrir því vallarhallæri sem ríkti í Garðahreppi á frumbýlisárum Stjörnunnar á 7. áratugnum. „Hallavöllurinn“ sem fyrr er nefndur reyndist ekki langlífur, sveitarfélagið var í örum vexti og völlurinn varð að víkja fyrir nýrri skólabyggingu. Malarvöllurinn sem leysti Hallavöllinn af hólmi var heldur ekki fýsilegur kostur, enda notaður stundum fyrir hestasýningar og áramótabrennur.385 Knattspyrnustarfið efldist þó jafnt og þétt innan Stjörnunnar, lið voru send til keppni á Íslandsmótinu í yngri flokkunum, á UMSK-mót og meistaraflokkur karla keppti í fyrsta skipti á móti á vegum KSÍ árið 1969. Þar kom að afreksmenn úr Stjörnunni voru valdir í unglingalandsliðið, þeir fyrstu voru Guðmundur Ingvason og Magnús Teitsson, þeir gengu síðan í önnur félög þar sem aðstaðan var betri. Stjarnan tók þátt í bikarkeppni KSÍ árið 1970 og keppti á móti Breiðabliki í fyrstu umferð, það reyndist enginn happadráttur fyrir Garðbæinga, nágrannar þeirra í Kópavogi stóðu þá mun framar á knattspyrnuvellinum og unnu leikinn 11–0.386 Knattspyrnudeild Stjörnunnar var stofnuð árið 1971, starfið innan deildarinnar lenti mikið á þeim Sigurði Þorsteinssyni og Jóhannesi Sveinbjörnssyni, auk Ingva Guðmundssonar. Mikill tími fór í að afla fjár til að reka deildina, meðal annars að selja rækjur, og oft gekk erfiðlega að láta enda ná saman. Þótt völlurinn væri kominn vantaði búningsaðstöðu, Ingvi Guðmundsson og Ellen Einarsdóttir bjuggu skammt frá vellinum og stundum var það þrautalendingin að nýta húsið þeirra, annað liðið notaði Meistaraflokkur karla og kvenna hjá HK vorið 2023. Efst á myndinni má lesa einkunnarorð félagsins: Gleði – virðing – metnaður. Í júnímánuði 2013 kepptu þessar HK-stúlkur á pæjumóti í Vestmannaeyjum. 750 stúlkur mættu á mótið, auk þjálfara og aðstandenda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==