Aldarsaga UMSK 1922-2022

376 Handknattleiksfélag Kópavogs (HK) HK var stofnað sem handknattleiksfélag fyrir pilta árið 1970 og fyrstu áratugina snerist starfsemin fyrst og fremst um handbolta. Rúmlega hálfri öld síðar blasir við gerbreytt sviðsmynd innan HK, þar eru starfræktar sjö deildir: Handknattleiksdeild, knattspyrnudeild, blakdeild, dansdeild, taekwondodeild, borðtennisdeild og bandýdeild. Samtals eru um 2000 iðkendur innan félagsins, handknattleiksdeildin er stærst með um 700 iðkendur, knattspyrnudeildin er í 2. sæti og fer stækkandi.381 Knattspyrnudeild HK var stofnuð árið 1992, eftir að starfsemi Íþróttafélags Kópavogs (ÍK) hafði lagst niður og þörf skapaðist í Kópavogi fyrir fleiri fótboltadeildir en hjá Breiðabliki. Deildin hjá HK hefur vaxið jafnt og þétt, iðkendur eru bæði karlar og konur, unglingar og börn, félagið hefur starfrækt sérstakan knattspyrnuskóla fyrir unga iðkendur og innan félagsins starfar sérstakt barna- og unglingaráð. Á haustmánuðum 2014 var efnt til vinnu innan HK við að móta einkunnarorð félagsins, niðurstaðan var að þau skyldu vera: Gleði – metnaður – virðing. Á heimasíðu HK segir: „Gildi og einkunnarorð HK eru eitthvað sem við viljum að endurspeglist í öllu innan félagsins; í íþróttinni, í þjálfuninni, í keppni, í starfinu og svo framvegis. Þannig myndast samhljómur innan starfsins í einu og öllu óháð deild og verkefni.“382 „Hollvinir HK“ eru bakhjarlar meistaraflokks karla og kvenna í knattspyrnu, á heimasíðu HK segir: „Hollvinir fá aðgangskort á alla heimaleiki meistaraflokka HK og eru mikilvægur stuðningur fyrir félagið, þeim verður boðið að taka þátt í uppákomum fyrir leiki og fá upplýsingar um hópferðir á útileiki (út á land). Hollvinir fá regluleg fréttabréf með upplýsingum um hvað er að gerast hjá knattspyrnudeildinni.“383 Skrifstofur HK eru í Kórnum við Vallakór 12–14 í Kópavogi, þar er einnig hátíðarsalur, knatthús, knattspyrnuvellir og íþróttahús félagsins. Í ársbyrjun 2014 tók félagið við rekstri Kórsins og þar er höfuðvígi knattspyrnunnar innan HK. Æfingar fara þar fram allt árið en völlurinn við Versali í Salahverfi Kópavogs bætist við á sumrin þegar grasið grænkar. HK hefur náð góðum árangri í mótum, um skeið tefldu HK og Víkingur fram sameiginlegu kvennaliði í meistaraflokki og náðu að leika í efstu deild en samvinnu HK-stúlkur á Steinullarmótinu á Sauðárkróki sumarið 2021. 2. flokkur HK sem keppti á hraðmóti í Englandi vorið 2022.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==