Aldarsaga UMSK 1922-2022

375 tveimur árum og mun á komandi tímabili leika í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Meðalaldur liðsins var um 21 ár og að jafnaði voru 5–6 uppaldir Gróttumenn í byrjunarliðinu. Þeirri stefnu hefur verið fylgt hjá Gróttu síðustu ár að enginn leikmaður fær greitt fyrir að spila fótbolta heldur hefur allt kapp verið lagt á að veita framúrskarandi þjálfun og skapa góða umgjörð í kringum liðið. Árangur Gróttu vakti athygli en í lokaumferðinni mættu yfir 1000 áhorfendur á Vivaldivöllinn og fylgdust með liðinu sigra Hauka 4–0 og tryggja sér upp um deild. Að leik loknum söfnuðust bæjarbúar saman á Eiðistorgi og hylltu leikmenn og þjálfara. Að tímabili loknu átti Grótta fjóra leikmenn í liði ársins, markakóng deildarinnar og þjálfara ársins. Á kjöri Íþróttamanns ársins í desember var Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu tímabilin 2018 og 2019, valinn þjálfari ársins og karlalið Gróttu varð í fjórða sæti í kjöri á liði ársins.“380 þvoði alltaf búningana af strákunum og hafði mikið umburðarlyndi gagnvart því að ég væri að standa í þessu, meira og minna öll kvöld. Ég teiknaði lítið Gróttumerki og Anna María saumaði það í hverja einustu treyju. Fyrstu árin var ég aleinn að vasast í þessu en síðan komu menn að þessu eins og Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri sem útvegaði okkur bolta og treyjur. Tókst þú þátt í að stofna Gróttu, Garðar? Já, mikil ósköp, við vildum hafa þetta fullgilt og löglegt félag, ég sat í fyrstu stjórninni og fékk rokksöngvarann Guðberg Auðunsson til að teikna nýtt Gróttumerki, ég þekkti hann úr tónlistinni. Fyrstu árin var Grótta fyrst og fremst knattspyrnufélag. Ég hafði einnig frumkvæði að því að stofna Taflfélag Seltjarnarness árið 1977 sem varð mjög öflugt og um skeið næststærsta taflfélag landsins. En varstu lengi knattspyrnuþjálfari í Gróttu? Já, í áraraðir, ég held að ég hafi farið með stráka á pollamótið á Akureyri í 30 ár og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir það. Ert þú enn að vinna að knattspyrnumálum? Nú held ég utan um old boys í fótbolta og þar eru einhverjir leikmenn sem ég þjálfaði fyrir áratugum þegar þeir voru smápattar. Ég hef enn gaman að þessu, þetta byggir allt á gamalli vináttu. Ég ætlaði einu sinni að hætta en þá fékk ég bænaskjal um að halda áfram. Ég verðlauna fyrir bestu mætingarnar og við förum í keppnisferðir til Englands og Skotlands. Svo er ég líka að stjórna skákklúbbi eldri borgara.“379 Garðar og eiginkona hans Anna María Sampsted, á sínum tíma saumaði hún Gróttumerkið á alla búningana hjá fótboltastrákunum. Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson. Garðar – alltaf í boltanum! Vorið 2022 fagnaði hann áttræðisafmæli sínu, af því tilefni var efnt til knattspyrnumóts á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi, honum til heiðurs. Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==