Aldarsaga UMSK 1922-2022

374 og handknattleik. Hinn 13. desember 2016 rituðu formenn KR og Gróttu, bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi og borgarstjórinn í Reykjavík undir yfirlýsingu um að kannað yrði frekara samstarf milli Gróttu og KR. Við sama tækifæri var ritað undir samning milli Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um byggingu fimleikahúss á Nesinu. Mikil fjölgun iðkenda hefur orðið hjá knattspyrnudeild Gróttu og eru þeir orðnir yfir 300 talsins. Í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2019 segir: „Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu sem var á sínu þriðja ári og lék í 2. deild þar sem liðið náði þeim frábæra árangri að komast upp um deild. Meistaraflokkur karla lék í 1. deild sumarið 2019 og gerði sér lítið fyrir og vann Inkasso deildina í sumar og spilar í Pepsi Max deildinni í fyrsta sinn í sumar. Áhersla félagsins mun þó ekki breytast og verður áfram lögð áhersla á að gefa ungum og uppöldum leikmönnum Gróttu tækifæri næsta sumar. Mikil fjölgun iðkenda hefur orðið hjá knattspyrnudeildinni og eru þeir nú orðnir fleiri en 400 talsins.“378 Rætt var um þennan glæsilega árangur á ársþingi UMSK árið 2020 og ritað í þinggerð: „Karlalið Gróttu í fótbolta náði þeim einstaka árangri að sigra Inkasso deildina sumarið 2019, sem nýliðar sem spáð var 9. sæti fyrir tímabilið. Grótta komst því upp um tvær deildir á Íslenski Cliffinn varð guðfaðir Gróttu Garðar Guðmundsson fékk snemma áhuga á tónlist og íþróttum, á unglingsárum sínum æfði hann handbolta og knattspyrnu með Val og hóf einnig að syngja með hljómsveitum. Síðast en ekki síst var hann upphafsmaður knattspyrnuiðkunar á Seltjarnarnesi sem leiddi til þess að Íþróttafélagið Grótta var stofnað vorið 1967. Árið 2018 var rætt við hann um tónlist og knattspyrnu fyrri ára – já og líka skák. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tónlist, segir Garðar, og á yngri árum upplifði ég mikla breytingatíma í tónlist og tísku, fyrst kom rokkið og síðan bítlaæðið. Á árunum 1957–1967 söng ég með fjórum vinsælum hljómsveitum sem komu fram flest kvöld vikunnar. Hvaða hljómsveitir voru það? Ég byrjaði í hljómsveitinni Pónik og Garðar árið 1962, síðan söng ég með Tónum sem var þá gítarband. Við stældum The Shadows, Cliff Richard var goðið mitt á þessum árum og ég var stundum kallaður íslenski Cliffinn. Það er óhætt að segja að við höfum átt Reykjavíkursvæðið á tímabili en síðan fór ég í nýtt band sem stældi hljómsveit sem hét Brian Poole and the Tremeloes. Það var óvenjulegt að hafa nafn söngvarans á undan en við lékum það eftir þeim svo úr varð hljómsveit sem hét Garðar og Gosar. Síðast var ég í bandi sem hét JJ kvintetinn, það var árið 1967. En svo hætti ég og eignaðist konu og börn. Ég byrjaði reyndar aftur að syngja árið 1983, er enn að og hef gefið út tónlist á geisladiskum. En hvenær hófst þú að vinna að tómstundamálum á Seltjarnarnesi? Um það leyti og ég var að hætta í hljómsveitabransanum flutti ég á Nesið og tók strax eftir því að lítið var um að vera á þessu sviði, samt voru íbúarnir vel á annað þúsund. Hafðir þú hlotið einhverja þjálfaramenntun? Nei, ég var alveg sjálfmenntaður sem þjálfari, gerði þetta bara af áhuganum. Fyrst var ég aleinn með þessa stráka og fór með þá hingað og þangað til að keppa, meðal annars við Stjörnuna og HK. Einhverjir foreldrar hjálpuðu mér við það. Þetta er allt í sjálfboðavinnu, það hvarflaði aldrei að mér að fara fram á þjálfaralaun. Anna María Sampsted eiginkona mín studdi mig í öllu þessu starfi, hún Garðar Guðmundsson setti mark sitt á íslenska dægurlagasögu og söng með mörgum hljómsveitum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==