Aldarsaga UMSK 1922-2022

373 Lékst þú ekki einnig handbolta á þessum árum? „Jú, hann efldist á Nesinu eftir að íþróttahúsið kom til sögunnar. En þar kom að ég varð að velja á milli handbolta og knattspyrnu, ég kom úr stórri fjölskyldu og vann mikið á sumrin, svo valið varð einfalt, ég valdi handboltann sem aðalíþrótt og knattspyrnan vék til hliðar vegna sumarvinnunnar.“ Eitthvað að lokum? „Ég vil bara segja að ég á Garðari Guðmundssyni mikið að þakka fyrir að efla áhuga minn á íþróttum sem leiddi mig út í þjálfun og íþróttakennslu seinna meir.“376 Eins og fyrr er rakið voru það tímamót í sögu Seltjarnarness og Gróttu þegar fullgilt íþróttahús var vígt á Nesinu árið 1968, boltagreinar nutu þá aukinna vinsælda en lengi vel skorti góða knattspyrnuaðstöðu utan dyra. Síðustu áratugina hefur knattspyrnudeild verið starfandi innan Gróttu, í lögum hennar segir meðal annarra orða: „Tilgangur deildarinnar er að standa fyrir iðkun og keppni í knattspyrnu, stuðla að líkamlegu, andlegu og félagslegu uppeldi með forvarnir að leiðarljósi.“377 Í heildina er blómlegt starf í öllum aldursflokkum kvenna og karla hjá Gróttu. Meistaraflokkur karla komst upp í 1. deild árið 2009, í fyrsta skipti í sögu félagsins. Sama ár var nýtt og glæsilegt félagshús knattspyrnudeildar Gróttu vígt sem gerbreytti búningsaðstöðunni við nýjan gervigrasvöll félagsins sem ber heitið Vivaldivöllurinn. Hann er nefndur eftir hugbúnaðarfyrirtækinu Vivaldi sem er styrktaraðili Gróttu. Næstu nágrannar Gróttu eru KR-ingar í vesturbæ Reykjavíkur og undanfarin ár hefur samvinna aukist milli félaganna, meðal annars hvað varðar knattspyrnu Sumarið 2020 stóð karlalið Gróttu uppi sem sigurvegari í Inkasso-deildinni, þeim hafði verið spáð 9. sæti í sumarbyrjun. Liðið lenti í 4. sæti í vali á liði ársins hjá íþróttafréttamönnum, ekkert knattspyrnulið hlaut fleiri stig. Á árunum 2018 og 2019 náði karlalið Gróttu í knattspyrnu frábærum árangri á Íslandsmótinu, komst upp um tvær deildir á jafnmörgum árum. Af því tilefni var þeim veitt sérstök viðurkenning af UMSK. Valdimar Leó Friðriksson, formaður héraðssambandsins, til vinstri og Birgir Tjörvi Pétursson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, til hægri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==