Aldarsaga UMSK 1922-2022

371 Grótta Upphafsmaður knattspyrnuæfinga á Seltjarnarnesi var Garðar Guðmundsson, fæddur árið 1942. „Ég var bara 23 ára gamall“, sagði Garðar í viðtali árið 2018, „þá var ég nýfluttur á Nesið og setti upp auglýsingu úti í búð þar sem ég auglýsti fótboltaæfingar, það skipti engum togum að 125 krakkar skrifuðu sig á lista svo ekki vantaði áhugann. Við æfðum úti á túni á hverju kvöldi, frá klukkan sjö og stundum fram undir miðnætti, þetta var gaman. Ég kenndi öll grunnatriðin í fótbolta, að skalla, að spyrna og taka innkast. Strákarnir voru á aldrinum 7–12 ára, ég reyndi líka að hafa æfingar fyrir stelpurnar en það gekk ekki af einhverjum ástæðum, það var ekki nógu mikill áhugi.“375 Þetta frumkvöðlastarf Garðars átti mikinn þátt í því að Íþróttafélagið Grótta var stofnað árið 1967, í upphafi var það fyrst og fremst knattspyrnufélag, enda áhuginn á fótbolta óþrjótandi á Nesinu. Strax á fyrsta starfsári félagsins tóku Gróttupiltar þátt í Íslandsmótinu í 4. og 5. flokki. Kristján Halldórsson (f. 1958) er einn þeirra sem æfðu knattspyrnu undir leiðsögn Garðars. Kristján hefur lengi fengist við íþróttakennslu og þjálfun og kennir, þegar þetta er ritað, íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. „Ég er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesinu“, sagði hann í viðtali. „Í þá daga var Neshringurinn malarvegur og ég varð ekki maður með mönnum fyrr en ég hafði teikað strætó í hálku allan hringinn, í von um að Lási lögga næði manni ekki.“ Var ekkert skipulagt íþróttastarf á Nesinu á þeim árum? „Nei, en við lékum okkur í fótbolta á öllum grasblettum sem voru sæmilega sléttir, bæði strákar og stelpur, og svo höfðum við keppni á milli einstakra gatna eða hverfa.“ Strákar úr 5. flokki Gróttu sem unnu bikar á Gróttumóti haustið 1969. Garðar Guðmundsson, aftast með dökk gleraugu, heldur bikarnum á lofti. Kristján Halldórsson hóf ungur að æfa knattspyrnu hjá Garðari Guðmundssyni á Seltjarnarnesi sem átti sinn þátt í því að Kristján varð íþróttakennari og þjálfari, meðal annars hjá Breiðabliki og Stjörnunni. Ljósmynd: Skúli Andrésson.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==