Aldarsaga UMSK 1922-2022

370 Hljóp á milli valla Ásta B. Gunnlaugsdóttir (f. 1961) átti glæsilegan íþróttaferil innan Breiðabliks, UMSK og íslenska landsliðsins. Hún er fyrst og fremst þekkt sem knattspyrnukona en reyndar keppti hún einnig með landsliðinu í frjálsum íþróttum og handknattleik. Hún varð tíu sinnum Íslandsmeistari í knattspyrnu með Breiðabliki og fjórum sinnum bikarmeistari. Árið 1995 ákvað Ásta að leggja íþróttaskóna á hilluna, þá átti hún bæði leikja- og markamet með íslenska landsliðinu, sama ár birtist ítarlegt viðtal við hana í UMSK-blaðinu sem Einar Sigurðsson ritstýrði um þær mundir, hér kemur hluti viðtalsins: „Þetta byrjaði allt með því þegar ég var tíu ára að ég vildi fara með bróður mínum og taka þátt í Hljómskálahlaupi ÍR. Hann var ekkert á því að leyfa mér að koma með en á endanum fór ég. Ég vann og það varð til þess að Guðmundur Þórarinsson þáverandi frjálsíþróttaþjálfari hjá ÍR bauð mér að koma á æfingar. Fram að þessu vissi ég ekkert hvað keppnisíþróttir voru og það hafði aldrei hvarflað að mér að ég hlypi hraðar en aðrir. … Fyrstu árin var mjög gaman að stunda frjálsar og ég þurfti lítið að hafa fyrir hlutunum og var mikið í sviðsljósinu. Svo komu unglingsárin en þá fannst mér ég ekki fá þann stuðning og aðhald sem mér fannst ég þurfa. Gleði og gaman voru ekki lengur til staðar og því leystist ég upp úr frjálsum smátt og smátt. Ég var líka í handbolta en þar var mun meiri félagsskapur en í frjálsum. Svo kom fótboltinn inn, og ég stundaði allar þessar greinar samtímis. Ég var oft á æfingum allan daginn og þurfti oft að hlaupa á milli valla til að ná næstu æfingu. Ég byrjaði í Breiðablik í fótboltanum að tilstuðlan Rósu Valdimarsdóttur um 1975 og hætti þá eiginlega alveg að æfa frjálsar en keppti samt áfram. Ég fór beint í meistaraflokkinn því þá var kvennaboltinn ekki aldursskiptur. Þá var leikið með minni knött en nú er, hornin voru stutt og leiktíminn var tvisvar þrjátíu og fimm mínútur. Á þessum árum var Vallargerðisvöllur í raun mitt annað heimili. … Þrátt fyrir að eiga tvö börn þá hef ég ekki misst úr nema eitt tímabil þegar ég átti seinni stelpuna. Ég átti fyrri dótturina í apríl og spilaði af og til það tímabil. Þjálfarinn hreinlega sótti mig á æfingar og leikina og gerði mér lífið léttara. Þegar voru leikir gaf ég henni í hálfleik ef þannig stóð á meðan við sátum yfir ræðu þjálfarans. Ég æfði alveg með hana þar til ég var komin sjö mánuði á leið og lék m.a. þrjá landsleiki meðan ég gekk með hana. … Það kom mér mjög á óvart að verða valin knattspyrnumaður ársins. Ég hélt að kvenfólk ætti enga möguleika enda var t.d. Arnór Guðjohnsen valinn bestur í sænsku knattspyrnunni og ég bjóst við að hann fengi titilinn. Það var náttúrulega árangur íslenska landsliðsins sem varð þess valdandi að ég var valin. Ég varð mjög hissa. Það kom mér enn meira á óvart að vera tilnefnd til Íþróttamanns ársins og að Vanda Sigurgeirsdóttir var líka tilnefnd fannst mér stórkostlegt. Síðan voru tvær aðrar á atkvæðalistanum úr Breiðabliki. Fjórar stelpur úr sama félaginu er alveg frábært. Þetta er náttúrlega fyrst og fremst árangri landsliðsins að þakka og því viðurkenning fyrir kvennaknattspyrnu og reyndar fyrir allt kvenfólk. Þegar ég var svo valin Íþróttamaður Kópavogs þá var það náttúrlega toppurinn á tilverunni.“374 Hraunar Daníelsson, formaður UMSK, afhendir Ástu B. Gunnlaugsdóttur afreksbikar UMSK fyrir árið 1992. Ásta vann bikarinn aftur árið 1994 og var þá jafnframt valin knattspyrnumaður ársins. Kvennalið Breiðabliks vann marga titla á þessu tímaskeiði og kvennalandsliðið komst í átta liða úrslit Evrópumótsins. af vegna COVID. Kvennaliðið var valið lið ársins 2020 hjá UMSK. Knattspyrnulið kvenna hjá Breiðabliki hefur orðið 17 sinnum Íslandsmeistarar í meistaraflokki, 11 sinnum bikarmeistarar og þrisvar sinnum deildarbikarmeistarar.373 Árið 2007 komst kvennalið Breiðabliks í 8 liða úrslit í Evrópukeppninni en tapaði þá fyrir verðandi meisturum í Arsenal.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==