Aldarsaga UMSK 1922-2022

369 Árið 2004 hlaut knattspyrnudeild Breiðabliks viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ og af því tilefni var efnt til mannfundar í Smáranum í Kópavogsdal. Deildin var þá ein sú stærsta á landinu með um 850 iðkendur á öllum aldri. Vinsældir knattspyrnunnar innan Breiðabliks héldu óslitið áfram, sem dæmi skal gripið niður í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2018: „Íþróttastarf Breiðabliks var sem fyrr í miklum blóma árið 2018. Það var mikill þróttur í starfi allra deilda félagsins. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu gerði sér lítið fyrir, varð bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari. Margir þeirra leikmanna sem voru í meistaraliði Breiðabliks eru uppaldir Blikar og sýnir það merki um hið framúrskarandi yngri flokka starf sem félagið heldur úti. Meistaraflokkur karla gerði einnig gott mót og komst alla leið í úrslitaleik bikarkeppninnar þar sem Blikar lutu í lægra haldi fyrir andstæðingum sínum. Meistaraflokkur karla endaði Íslandsmótið í 2. sæti og tryggðu sér þar sem keppnisrétt í Evrópudeildinni. Yngri flokkar Breiðabliks skiluðu góðum árangri í ár eins og svo oft áður og voru þó nokkrir flokkar sem stóðu uppi Íslandsmeistarar að móti loknu. Símamótið sem fram fór dagana 11.–14. júlí gekk vel í alla staði og kepptu um 2000 iðkendur á mótinu, mótið er stærsta yngri flokka mót á Íslandi.“370 Velgengnin hjá stúlkunum hélt áfram árið 2019, meistaraflokkur karla endaði í 2. sæti á Íslandsmótinu og yngri flokkunum vegnaði vel. Gervigras kom á Kópavogsvöll árið 2019 og árið 2020 hélt knattspyrnudeildin meðal annars fjölmennasta íþróttamót landsins, Símamótið í 37. sinn, um 2400 stúlkur tóku þátt í því.372 Árið 2020 stóð meistaraflokkur kvenna sig frábærlega, stúlkurnar urðu Íslandsmeistarar með yfirburðum og voru komnar í undanúrslit í bikarkeppninni þegar keppnin var blásin Bikarmeistarar Breiðabliks árið 1996, í fremri röð frá vinstri eru: Vanda Sigurgeirsdóttir þjálfari og leikmaður, Stojanka Nikolic, Erla Hendriksdóttir, Sigfríður Sophusdóttir, Kristrún Lilja Daðadóttir, Sigrún Óttarsdóttir, Inga Dóra Magnúsdóttir og Margrét Ólafsdóttir. Í aftari röð eru, talið frá vinstri: Sigurður Þórir Þorsteinsson aðstoðarþjálfari, Linda Andrésdóttir, Sandra Karlsdóttir, Sigríður Hjálmarsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Helga Ósk Hannesdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Helena Magnúsdóttir, Þóra Helgadóttir og Sophus K. Jóhannsson liðsstjóri. Marteinn Sigurgeirsson. Árið 2011 var frumsýnd 80 mínútna heimildamynd Marteins um sögu knattspyrnudeildar Breiðabliks, allar götur frá því að sparkvellir, umferðargötur og tún voru vettvangur fótboltans og Vallargerðisvöllur aðalkeppnisvöllurinn. Marteinn tók kvikmyndina á löngu tímabili, hún er meðal annars byggð á viðtölum við þá sem ruddu knattspyrnubrautina í Kópavogi og fjallað er um þátttöku Breiðabliks í knattspyrnumótum sem leiddi oft til glæstra sigra. Gæsaskítur tálmar för Ýmis ljón geta verið í veginum eða á knattspyrnuvellinum ef því er að skipta, í ársskýrslu Breiðabliks frá árinu 1987 segir: „Síðasta mót sumarsins var síðan Haustmót UMSK og var það mót haldið á Smárahvammsvelli í stinningskulda og gæsaskít, sem gerði leikmönnum erfitt um hlaup.“371

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==