Aldarsaga UMSK 1922-2022

368 sína árið 1981, þar sigraði Breiðablik Val í úrslitaleiknum. Rósa Valdimarsdóttir tók við bikarnum sem fyrirliði sigurliðsins. Faðir hennar, Valdimar Valdimarsson, var mikill áhugamaður um kvennaknattspyrnu og lagði til að Breiðablik gæfi bikar til þessarar keppni. Löngu síðar sagði Rósa í viðtali: „Pabbi hafði mikinn áhuga á knattspyrnu og vildi veg okkar stelpnanna sem allra mestan. Ég hélt margar ræðurnar heima um það óréttlæti að við stelpurnar fengjum ekki að vera með og ættum helst að vera eins og einhverjir aðrir vildu að við værum – einu sinni býsnaðist ég yfir því að ekki væri til kvennalandslið og þá kom hann með þá hugmynd að ég safnaði undirskriftum til þess að endurvekja landsliðið. Ég talaði við fyrirliða allra hinna liðanna í deildinni, allir lögðust á eitt og við fengum það í gegn að stofnað var landslið.“365 Kvennaknattspyrnan dafnaði áfram innan Breiðabliks og átti blómaskeið sem fóru í sögubækur, árin 1994– 1996 voru slíkt tímabil, í bókinni „Stelpurnar okkar“ er sagt frá því: „Árangur Breiðabliks á árunum 1994, 1995 og 1996 er þó einstakur en liðið var taplaust þessi þrjú tímabil. 1994 gerði það eitt jafntefli og tvö árið eftir en hlaut fullt hús stiga árið 1996. Sigurhrinan hófst raunar í sjöundu umferð 1993 en lauk í fimmtu umferð 1997. Liðið lék því 52 leiki í röð á Íslandsmótinu án taps.“366 Breiðabliksstúlkur hafa orðið Íslandsmeistarar sem hér segir: 1977, 1979–1983, 1990–1992, 1994–1996, 2000, 2001, 2005, 2015, 2018 og 2020. Árangur Blikastúlkna í bikarkeppni KSÍ hefur einnig verið stórglæsilegur, þar hafa þær borið sigur úr býtum sem hér segir: 1981. Þjálfari: Sigurður Hannesson. 1982. Þjálfari: Sigurður Hannesson. 1983. Þjálfari: Róbert Jónsson. 1994. Þjálfari: Vanda Sigurgeirsdóttir. 1996. Þjálfari: Vanda Sigurgeirsdóttir. 1997. Þjálfari: Sigurður Þorsteinsson. 1998. Þjálfari: Jörundur Áki Sveinsson. 2000. Þjálfari: Jörundur Áki Sveinsson. 2005. Þjálfarar: Úlfar Hinriksson og Björn Kristinn Björnsson.367 2013. Þjálfari: Hlynur Svan Eiríksson. 2016. Þjálfari: Þorsteinn Halldórsson. 2018. Þjálfari: Þorsteinn Halldórsson. 2021. Þjálfari: Vilhjálmur Kári Haraldsson. Sumarið 1994 voru yfirburðir liðsins í bikarkeppni KSÍ það miklir að liðið lék alla leikina fjóra án þess að fá á sig mark.368 Vanda Sigurgeirsdóttir var spilandi þjálfari með liðinu á árunum 1994–1996, á árunum 1997–1999 þjálfaði hún íslenska kvennalandsliðið, fyrst kvenna, og árið 2021 tók Vanda við formennsku í KSÍ. Um aldamótin var starfið innan knatttspyrnudeildar Breiðabliks afar öflugt. Í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2000 ritaði Valdimar Leó Friðriksson, þá nýkjörinn formaður sambandsins: „Á íþróttasviðinu náði meistaraflokkur Breiðabliks í kvennaknattspyrnu því mikla afreki að verða Íslandsmeistari innanhúss og Íslands- og Bikarmeistarar utanhúss. Jafnframt áttu þær knattspyrnukonu ársins [hjá KSÍ] Rakel Björk Ögmundsdóttur.369 Jörundur Áki Sveinsson þjálfaði kvennaliðið þetta árið og einnig árið 2001 þegar liðið varð aftur Íslandsmeistari. Valdimar Valdimarsson vallarstjóri var þekktur fyrir áhuga sinn á knattspyrnu, ekki síst kvennaknattspyrnu. Hér má sjá knattspyrnufólk úr Breiðabliki sem lék með landsliðinu árið 1983. Myndin prýddi forsíðuna á blaði frá knattspyrnudeild félagsins, Kópavogskirkja í baksýn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==