Aldarsaga UMSK 1922-2022

366 einu sinni í viku og haustið 1968 leiddu tvö kvennalið saman hesta sína á íþróttahátíð í bænum, í dagblaðinu Tímanum var skrifað um stúlkurnar: „Þær eru einbeittar og ákveðnar, og úr svip þeirra má lesa: Við getum líka spilað fótbolta! Já, auðvitað geta stúlkurnar leikið knattspyrnu eins og piltar. Það sýndu þessar ungu Kópavogsstúlkur okkur á sunnudaginn, en þá fór fram keppni milli tveggja kvenna-liða í Kópavogi. Að vísu voru hreyfingarnar stundum viðvaningslegar, en æfingin skapar meistarann.“360 Árið 1969 æfðu 10–17 ára stúlkur knattspyrnu undir stjórn Guðmundar Þórðarsonar og einnig Ægis Guðmundssonar. 25–30 stúlkur mættu á æfingarnar og á þjóðhátíðardaginn 1969 kepptu stúlkur úr austur- og vesturbæ Kópavogs, vakti leikurinn mikla athygli, Guðmundur sagði í viðtali árið 1990: „Í upphafi voru ekki allir sammála um að kvennaknattspyrna ætti rétt á sér … Kvennaknattspyrna hefur jafnan verið litin hornauga af ansi mörgum. Sannleikurinn er hinsvegar sá að þegar maður sér tvö góð kvennalið etja kappi þá leika þau ágætan fótbolta. Boltameðferðin er ekki verri en hjá strákunum og stelpurnar hafa lipurð og mýkt. Hraðinn er hinsvegar meiri hjá strákunum.“361 Fyrsta innanhússmótið í kvennaknattspyrnu var haldið árið 1971 á vegum KSÍ og ári síðar utanhúss þar sem stúlkur úr Breiðabliki kepptu, þjálfari þeirra var Ægir Guðmundsson. Rósa Valdimarsdóttir var fyrst til að bera fyrirliðabandið hjá Breiðabliki og reyndar einnig hjá íslenska landsliðinu. FH-stúlkur reyndust sigursælar Fyrsti kvendómarinn Sigrún Ingólfsdóttir (f. 1947) var fyrsta konan sem hlaut dómararéttindi í knattspyrnu á Íslandi. Árið var 1968, þá hafði Sigrún lokið íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni, leikið handknattleik með Breiðabliki og meistaraflokki Vals, hún kenndi íþróttir í Kópavogi en hafði hins vegar ekki iðkað knattspyrnu sjálf. Hér er kafli úr viðtali þar sem Sigrún greinir frá prófleik sínum til að öðlast dómararéttindin: „Nú svo kom þessi stund, að komin eru til leiks tvö lið, og ég með blístru í hendi, og við hliðarlínurnar prófdómararnir. Ekki nóg með það, þar voru líka komnir blaðamenn og ljósmyndarar, og fleiri forvitnir menn. Við þetta bættist svo, að mér er hátíðlega afhentur blómavöndur! Allt þetta gerði sitt til þess að taugarnar færu í ólag, og ruglaði mig í ríminu. Nú varð ekki aftur snúið, annað hvort var að duga eða drepast, og byrja þegar. Eftir að þessi prófleikur var hafinn, hætti ég að hugsa um þessar ytri aðstæður, og hugsaði aðeins um að standa mig, og ég var heppin, ekkert sérstakt kom fyrir, sem olli mér vandræðum, þó dæmdi ég vítaspyrnu fyrir greinilega hendi. Drengirnir voru prúðir og þótti þetta allt spennandi, með blaðamenn og ljósmyndara sem áhorfendur, þeir áttu því ekki að venjast!“358 Því er við að bæta að sumarið 1968 dæmdi Sigrún marga knattspyrnuleiki við góðan orðstír.359 Myndin er úr Valsblaðinu 1968.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==