Aldarsaga UMSK 1922-2022

365 Karlalið Breiðabliks hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari, 2010 og 2022. Sumarið 2022 voru yfirburðir Blikanna slíkir að titillinn var í höfn þegar þrjár umferðir voru eftir á mótinu. Hér er samsett mynd af meisturunum. Yfirvigt á Ísafirði Á 8. áratugnum flaug 17 manna hópur úr meistaraflokki karla í Breiðabliki með Fokker-flugvél til Ísafjarðar og keppti þar í knattspyrnu. Gissur Guðmundsson, markmaður liðsins, rifjaði upp eftirminnilegt atvik úr þessari ferð: „Engum sögum fer af leiknum en þegar við áttum að fara heim aftur kom í ljós að vélin var ofhlaðin, það voru of margir farþegar um borð. Reynir Karlsson var þjálfari meistaraflokks á þessum tíma og hann þurfti að ákveða hverjir yrðu eftir. Hann fékk á endanum þá snilldarhugmynd að vigta allt liðið og skilja svo þá þrjá þyngstu eftir. Ég var náttúrlega þyngstur, þá Ólafur Hákonarson – og svo Reynir. Hann varð að bíta í það súra epli að fara úr vélinni með okkur Ólafi. Við komum svo heim daginn eftir.“356 Gissur Guðmundsson, markmaður Breiðabliks, var vigtaður ásamt félögum sínum á flugvellinum á Ísafirði fyrir brottför. Árið 1978 fékk knattspyrnudeild Breiðabliks sumarbústaðinn Blikastaði við Fífuhvammsveg í Kópavogi til afnota. Hilmar Fenger átti bústaðinn og var húsið lánað til fimm ára með því skilyrði að það yrði gert upp af félaginu. Þar var kvenfélag knattspyrnudeildar Breiðabliks stofnað vorið 1979 en tilgangur félagsins var að afla fjár til að styðja og styrkja deildina. Kaffisala á Blikastöðum reyndist ágæt tekjulind, einnig framleiðsla á bolluvöndum sem voru seldir til ágóða fyrir knattspyrnudeildina.357 Ljósmyndin er tekin af stofnfélögunum fyrir framan Blikastaði árið 1979. Í fremstu röð eru, talið frá vinstri: Svana Stefánsdóttir, Hólmfríður Bjarnadóttir, Hulda Pétursdóttir og Anna R. Jónatansdóttir. Í miðröð eru, talið frá vinstri: Sif Hauksdóttir, Ingunn Hauksdóttir, Valgerður Ásgeirsdóttir, Gróa Sigurjónsdóttir, Ester Jónsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Steingerður Sigurðardóttir og Ólína Sveinsdóttir. Í öftustu röð eru, talið frá vinstri: Svanfríður Guðjónsdóttir, Guðjóna Jóhannsdóttir, Elísabet Kristinsdóttir, Helga Kristjánsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Alda Sveinsdóttir, Guðbjörg Ásgeirsdóttir, Kolbrún Kristinsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==