Aldarsaga UMSK 1922-2022

364 Styrkur Breiðabliksliðsins leiddi til þess að það keppti ævinlega fyrir hönd UMSK á landsmótum UMFÍ. Liðið komst ekki í úrslitakeppnina á landsmótunum 1961, 1965 og 1968, á Sauðárkróki 1971 og Akranesi 1975 lenti liðið í 2. sæti á eftir Keflvíkingum og loks vann UMSK gullverðlaun á Selfossi árið 1978 og aftur á Húsavík árið 1987. Haustið 1983 var Blikaklúbburinn stofnaður og er tilgangur hans að styðja við meistaraflokkana, bæði karla og kvenna, meðal annars með því að halda úti öflugu stuðningsliði á leikjum. Á heimasíðu Breiðabliks er sagt frá starfsemi klúbbsins: „Félagsmenn í klúbbnum fá aðgangskort á alla heimaleiki meistaraflokka félagsins í Bestu deildinni. Félagsmönnum er boðið að taka þátt í uppákomum fyrir leiki og þiggja veitingar í leikhléi. Blikaklúbburinn stendur fyrir hópferðum á þá útileiki sem eru utan höfuðborgarsvæðisins. Blikaklúbburinn er kjörinn vettvangur fyrir foreldra að styðja við áhugamál barna sinna og mæta á völlinn til að hvetja áfram Breiðablik og eiga saman góða fjölskyldustund í góðra vina hópi.“354 Kvennaknattspyrnan nam land í Kópavogi árið 1968 þegar stúlkur hófu að spila fótbolta á Vallargerðisvelli einu sinni í viku. Þá sköpuðust stundum árekstrar milli kynjanna, strákarnir voru ekki ætíð hrifnir af að stúlkurnar væru að hasla sér knattspyrnuvöll og vildu að þær vikju til hliðar. Eitt sinn gripu þær til þess ráðs að setjast á völlinn og sögðu piltunum að bera sig á brott ef þeir hygðust æfa þar.355 Allt fór þó vel að lokum, Guðmundur Þórðarson, sem lék þá með meistaraflokki Breiðabliks, æfði stúlkurnar Bikarmeistarar Breiðabliks árið 2009 eftir æsispennandi úrslitaleik við Fram sem endaði með vítaspyrnukeppni. Í fremri röð frá vinstri eru: Sigmar Sigurðarson, Guðmundur Pétursson, Kristinn Steindórsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Olgeir Sigurgeirsson, Finnur Orri Margeirsson, Ingvar Þór Kale, Andri Yeoman, Alfreð Finnbogason og Ágúst Arnarson. Í aftari röð eru, talið frá vinstri: Ólafur H. Kristjánsson þjálfari, Örn Örlygsson, Evan Schwartz, Arnar Grétarsson, Ólafur Pétursson markvarðaþjálfari, Guðmundur Kristjánsson, Guðmann Þórisson, Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, Kári Ársælsson, Árni Kristinn Gunnarson, Reynir Magnússon, Kristinn Jónsson, Arnar Sigurðsson, Elfar Freyr Helgason, Svavar Jósefsson, Haukur Baldvinsson, Úlfar Hinriksson, Aron Smárason, Vignir Jóhannesson, Þórður Magnússon, Jón Magnússon og Ólafur Björnsson. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra afhenti meisturunum bikarinn. Fyrsti leikurinn á fyrsta Íslandsmótinu í kvennaknattspyrnu fór fram á Vallargerðisvelli í Kópavogi 26. ágúst 1972. Framstúlkur sigruðu Breiðablik 3–2, hér má sjá lið Breiðabliks. Í fremri röð frá vinstri eru: Margrét Þorsteinsdóttir, Guðlaug Þráinsdóttir, Matthildur Kristinsdóttir, Anna M. Ingólfsdóttir, Bryndís Einarsdóttir og Guðný Pétursdóttir. Í aftari röð frá vinstri eru: Dóra Vilhelmsdóttir, Anna María Þórðardóttir, Rósa Valdimarsdóttir fyrirliði, Þorbjörg Erlendsdóttir, Anna S. Ragnarsdóttir, Sigurbjörg Kristinsdóttir, Ingibjörg H. Halldórsdóttir og Ægir Guðmundsson þjálfari. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar á mótinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==