363 flokki, KR-ingar urðu bikarmeistarar, báru sigurorð af Víkingi í úrslitaleiknum, 1–0. Leikurinn fór fram seint um haustið á Melavellinum í flóðljósum.353 Það varð löng bið á því að Breiðablik ynni hinn eftirsótta bikar í karlaflokki, en sú stund rann loks upp árið 2009, og daginn þann var kátt í Kópavogi. Meistaraflokkur Breiðabliks í knattspyrnu árið 1971 þegar hann keppti í fyrsta skipti í 1. deild Íslandsmótsins. Liðið varð að leika heimaleiki sína á Melavellinum í Reykjavík, þar eð enginn löglegur keppnisvöllur var þá í Kópavogi. Árið 1975 var nýr knattspyrnuvöllur tekinn í notkun í Kópavogsdal, sá fyrsti á Íslandi með hitalögnum. Íslandsmeistarar úr 5. flokki Breiðabliks árið 1973, í fremri röð frá vinstri eru: Sigurjón Kristjánsson, Birgir R. Árnason, Jóhannes Grétarsson, Guðmundur Þorkelsson, Þorsteinn Hilmarsson fyrirliði með sigurbikarinn, Guðmundur Agnar Kristjánsson, Birgir Mogensen, Óskar Friðbjarnarson og Sigurður Grétarsson sem átti eftir að leika marga landsleiki með íslenska landsliðinu, bæði á meðan hann var liðsmaður Breiðabliks og í atvinnumennsku erlendis. Í aftari röð frá vinstri eru: Guðmundur Þórðarson þjálfari, Árni Dan Einarsson, Jakob Þórarinsson, Halldór Sigurbjörnsson, Ólafur B. Þorvaldsson, Benedikt Þór Guðmundsson, Konráð Konráðsson, Þórður Davíðsson og Trausti Ómarsson.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==