362 Aukin starfsemi kallaði á meiri rekstrarkostnað og svo fór að knattspyrnudeildin lenti í miklum fjárhagskröggum. Sumarið 2004 sagði stjórn deildarinnar af sér og í kjölfarið var ákveðið að skipta knattspyrnudeildinni í fjögur svið, þau voru: Meistaraflokkur karla, meistaraflokkur kvenna, barna- og unglingaráð pilta og barna og unglingaráð stúlkna.348 Síðar voru barna- og unglingaráðin sameinuð undir einum hatti. Árið 2007 var fyrsti gervigrasvöllurinn á Varmársvæðinu tekinn í notkun sem breytti miklu fyrir æfinga- og keppnisaðstöðu á knattspyrnusviðinu. Knatthúsið Fellið á Varmá kom til sögunnar árið 2019 og gerbreytti aðstöðunni innanhúss. Síðustu áratugina hefur vöxtur og viðgangur knattspyrnunnar innan Aftureldingar verið stórkostlegur. Árið 2021 var knattspyrnudeildin stærsta deildin innan UMFA með 37% af iðkendum félagsins, það eru um 600 einstaklingar. Um stjórnskipan deildarinnar segir á heimasíðu Aftureldingar: „Stjórn knattspyrnudeildar er kosin á aðalfundi ár hvert og fer með yfirstjórn og sameiginleg hagsmunamál eininganna þriggja sem deildin samanstendur af. Þetta eru meistaraflokksráð karla, meistaraflokksráð kvenna og barna- og unglingaráð. Ráðin þrjú eru rekin sem sjálfstæðar einingar, skipulagslega og fjárhagslega en stjórn deildarinnar fjallar um ýmis mál sem snúa að knattspyrnudeild sem heild, svo sem aðstöðu, skipulags- og kynningarmál.“349 Í ársbyrjun 2022 var hafist handa með tilraunaverkefni innan Aftureldingar, það er ættað frá Danmörku, gengur undir nafninu fótboltafitness og er byggt á þeirri grunnhugmynd að nota knattspyrnuæfingar til að koma fólki í gott líkamsform.350 Breiðablik Knattspyrna hefur lengi notið vinsælda innan Breiðabliks, árið 1966 var félagið það eina innan UMSK með meistaraflokk karla, ári síðar fóru leikmenn ásamt eiginkonum sínum í keppnis- og skemmtiferð til Noregs og Danmerkur. Slíkar reisur voru ekki daglegt brauð á þeim árum, haldið var happdrætti til fjáröflunar fyrir ferðina, auk þess sem Kópavogsbær og UMSK lögðu fram fé í ferðasjóð. Hópurinn lauk 14 daga ferð sinni með viðdvöl í London.351 Árið 1970 vann meistaraflokkur karla sig upp í 1. deild undir stjórn Reynis Karlssonar íþróttakennara sem síðar varð landsliðsþjálfari og íþróttafulltrúi ríkisins. Margir þjálfarar komu við sögu meistaraflokks næstu áratugina, meðal annarra Þorsteinn Friðþjófsson 1975–1977, Jón Hermannsson 1979–1980 og Magnús Jónatansson á 9. áratugnum. Jón Ingi Ragnarsson var þjálfari í ýmsum aldursflokkum, hann hafði áður verið leikmaður með Breiðabliki, síðar varð hann formaður knattspyrnudeildarinnar í mörg ár og varaformaður félagsins. Gróskumikið yngri flokka starf hefur lengi verið í Kópavogi. Seint á 7. áratugnum stunduðu piltar úr Breiðabliki æfingar á Vallargerðisvelli á sumrin og í íþróttahúsi Kópavogsskóla á veturna, árið 1970 kom íþróttahúsið á Kársnesi til sögunnar sem markaði mikil tímamót í aðstöðumálum. Á 8. áratugnum efldist starfið í yngri flokkunum, 12. ágúst 1974 var lengi í minnum hafður þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari í 3., 4. og 5. flokki pilta sama kvöldið en leikirnir fóru fram á Melavellinum í Reykjavík. Frá því segir í 25 ára afmælisriti Breiðabliks: „Á þessu kvöldi rættust þeir draumar forráðamanna, þjálfara og knattspyrnumanna Breiðabliks, sem alla þá, sem afskipti hafa af þessari íþrótt dreymir um. Þetta voru dýrmæt laun alls þess erfiðis og fyrirhafnar, sem lögð hafði verið í sölurnar. Með samstilltu átaki allra þeirra, sem að þessu unnu, tókst að vinna einstakt afrek, sem mun geymast í íþróttasögu Kópavogs. Minningin um þetta kvöld á eftir að gleðja og ylja unnendum knattspyrnu í Kópavogi, um ókomin ár.“352 Síðustu áratugina hefur íþróttastarf í yngri aldursflokkum bæði pilta og stúlkna stóreflst í Kópavogi, líkt og í öðrum sveitarfélögum, og kemur þar margt til: Ný og nútímaleg íþróttamannvirki, bæði vellir og íþróttahús, sem gerir það kleift að hægt er að stunda æfingar allan ársins hring, einnig meiri stuðningur sveitarfélaga við íþróttafélög og öflugra foreldrastarf. Innan knattspyrnudeildar Breiðabliks starfa meistaraflokksráð karla, meistaraflokksráð kvenna og unglingaráð. Árið 1960 var fyrst keppt í bikarkeppni KSÍ í karlaFrá árinu 2021 hefur mosfellska hljómsveitin Kaleo verið helsti styrktaraðili knattspyrnudeildar UMFA en þrír af liðsmönnum hljómsveitarinnar léku knattspyrnu með yngri flokkum Aftureldingar. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Gísli Elvar Halldórsson, formaður meistaraflokksráðs karla, Jökull Júlíusson, söngvari í Kaleo og Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar. Ljósmynd: Raggi Óla.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==