361 stúlkum, konum og körlum. Árið 1991 varð fyrsta konan formaður knattspyrnudeildarinnar, það var Inga Elín Kristinsdóttir, sem gegndi því starfi í eitt ár. Á 10. áratugnum varð Valdimar Leó Friðriksson framkvæmdastjóri deildarinnar, síðar tók Anna H. Gísladóttir við því starfi. Þá eru ónefndir allir þeir sjálfboðaliðar sem hafa lagt á sig ómælda vinnu, þar má nefna Hönnu Símonardóttur fremsta meðal jafningja, hún hefur lengi ritstýrt blaðinu Eldingu sem er málgagn knattspyrnudeildar UMFA. Frá árinu 2003 hefur knattspyrnumaður ársins hjá UMFA verið kjörinn, sá fyrsti var Guðný Björk Óðinsdóttir. Stúlkur úr 5. flokki Aftureldingar sem urðu Íslandsmeistarar árið 2008. Fremst á myndinni er Hrefna Óskarsdóttir markvörður með sigurbikarinn. Í fremri röð eru, talið frá vinstri: Snorri Helgason þjálfari, Hulda Herborg Rúnarsdóttir, Guðrún Svanhildur Rúnarsdóttir og Valdís Björg Friðriksdóttir. Í aftari röð eru, talið frá vinstri: Eydís Embla Lúðvíksdóttir, Sara Gunnarsdóttir, Snædís Guðmundsdóttir, Guðrún Ýr Eyfjörð, Hrefna Guðrún Pétursdóttir og Sandra Dögg Björgvinsdóttir aðstoðarþjálfari. Guðrún Ýr er þekkt undir listamannsnafninu GDRN, hún lék með yngri flokkunum innan Aftureldingar og einnig nokkra leiki með meistaraflokki. Meistaraflokkur karla hjá Aftureldingu árið 2009. Í fremri röð eru, talið frá vinstri: Benóný Benónýsson, Steinar Ægisson, Milan Djurovic, Arnar Harðarson, Vignir Jóhannesson, Kjartan Páll Jóhannesson, Rannver Sigurjónsson, Sigurður Helgi Harðarson, Jón Fannar Magnússon, Örn Kató Hauksson, Sævar Freyr Alexandersson. Í aftari röð eru, talið frá vinstri: Anna H. Gísladóttir liðstjóri, Baldur Þórólfsson, Hilmir Ægisson, Paul Clapson, John Andrews, Gestur Ingi Harðarson, Magnús Einarsson, Gunnar Davíð Gunnarsson, Albert Ásvaldsson, Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban, Kevin Walsh og Ólafur Ólafsson þjálfari.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==