360 Eftir að íþróttahúsið á Varmá kom til sögunnar árið 1977 lifnaði yfir starfi knattspyrnudeildarinnar, meðal annars stundaði hópur stúlkna æfingar í húsinu, um 1980 hófu þær þátttöku í Íslandsmótinu í 2. deild og starfið í yngri stúlknaflokkunum efldist mjög á 9. áratugnum. Aðstaðan utandyra var þó dragbítur á hraðstígar framfarir og varð að framhaldssögu 9. áratugarins, í ársskýrslu knattspyrnudeildar Aftureldingar fyrir árið 1985 fá íþróttamannvirki Mosfellinga þessar einkunnir: „Íþróttahús er gott og af fullri stærð. Sundlaug er 25 m og er ágæt. Grasvöllur á Tungubökkum er góður af náttúrunnar hendi en búningsaðstöðu vantar. Malarvöllur er hálfgerður og aðalleikvöll að Varmá vantar. Alla aðstöðu fyrir frjálsíþróttir vantar utanhúss.“347 Ástandið í vallarmálum var svo ískyggilegt að árið 1983 birtist grein á forsíðu bæjarblaðsins Mosfellspóstsins með fyrirsögninni: Horfur á að knattspyrnuiðkun í Mosfellssveit leggist alveg niður Höfundur greinarinnar var Ívar Benediktsson, íþróttafréttaritari blaðsins, og þar voru bæjaryfirvöld gagnrýnd einarðlega fyrir áralangt aðstöðuleysi á Varmá og Tungubökkum. Vallarmálin á Varmársvæðinu komust ekki á lygnan sjó fyrr en árið 1989 þegar fullgildur knattspyrnu- og frjálsíþróttavöllur var vígður þar, ári áður en landsmót UMFÍ var haldið að Varmá. Með bættri aðstöðu jukust vinsældir knattspyrnunnar innan Aftureldingar jafnt og þétt, hjá drengjum og Hér má sjá lista yfir vinninga í happdrætti sem haldið var til ágóða fyrir meistaraflokk Aftureldingar árið 2009, á aldarafmæli félagsins. Meistaraflokkur kvenna hjá UMFA árið 2006 þegar hann hafði verið endurvakinn eftir alllangan dásvefn. Fremst á myndinni er markvörður liðsins, Þórdís Magnúsdóttir. Í fremri röð eru, talið frá vinstri: Anna Lovísa Þórsdóttir, Valgerður Sævarsdóttir, Elín Pálmadóttir, Arndís Magnúsdóttir, Aldís Mjöll Helgadóttir, Ragnhildur Bjarnadóttir, Hulda S. Sigurðardóttir, Anna Lísa Vilbergsdóttir og Hanna Björk Halldórsdóttir. Í aftari röð eru, talið frá vinstri: Gareth O’Sullivan þjálfari, Haraldur Sverrisson, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar, óþekkt, Harpa Gísladóttir, Mist Edvardsdóttir, Helga Bogadóttir, Unnur Gottsveinsdóttir, Margrét Malín Guðmundsdóttir, Hafdís Guðjónsdóttir og Hallur Birgisson, formaður meistaraflokksráðs kvenna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==