Aldarsaga UMSK 1922-2022

359 Fyrst keppti eingöngu meistaraflokkur karla, í 3. deild, en síðan fóru yngri flokkarnir einnig að keppa“, heldur Hafsteinn áfram. „Við vorum með ýmsar fjáraflanir, létum sauma búninga og fengum auglýsingar á þá. Guðrún Hafsteinsdóttir móðir mín sá iðulega um að þvo búningana, við systkinin vorum mörg og hana munaði ekki um að taka alla leikbúningana til viðbótar.“346 Hafsteinn gegndi formennsku í knattspyrnudeildinni í eitt ár, þá tók Páll Sturluson við og var formaður í fjögur ár. Fjáröflun var eitt aðalverkefni deildarinnar sem var með mörg spjót úti, hélt meðal annars dansleiki í Hlégarði og tók að sér að mála félagsheimilið að utan. Svanur M. Gestsson tók við formennsku í knattspyrnudeildinni árið 1979, hann varð síðar formaður UMSK. Knattspyrnulið Aftureldingar á innanhússmóti árið 1973. Í fremri röð eru, talið frá vinstri: Sveinn Jónsson, Bjarni Ó. Bjarnason og Níels Hermannsson. Í aftari röð eru, talið frá vinstri: Ágúst Tómasson, Lárus H. Jónsson og Lárus Halldórsson. Meistaraflokkur Aftureldingar sem komst í úrslit í 3. deild Íslandsmótsins árið 1976. Í fremri röð eru, talið frá vinstri: Hafþór Kristjánsson, Hans Kristensen, Bjarni Ó. Bjarnason, Kristján Sigurgeirsson og Hafsteinn Pálsson. Í aftari röð eru, talið frá vinstri: Valur Steingrímsson, Guðni Andrésson, Páll Sturluson, Ágúst Tómasson, Diðrik Ásgeirsson, Sigurður Helgason og Steinar Tómasson. Myndin er tekin á Tungubökkum í Mosfellssveit.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==