Aldarsaga UMSK 1922-2022

354 útgáfuna og þeim sendur gíróseðill að upphæð 200 krónur. Ritnefndarmenn söfnuðu auglýsingum, blaðið kom út skömmu fyrir jól og varð nokkur ágóði af útgáfunni. Samkvæmt ársskýrslu UMSK hélt sambandið tíu íþróttamót á afmælisárinu, þar við bættist skólahlaup UMSK.325 Viðburðirnir voru sem hér segir í tímaröð: Innanhússmót í knattspyrnu 3. og 4. apríl. Innanhússmót í frjálsum íþróttum fór fram í tvennu lagi, í íþróttahúsinu að Varmá 27. apríl og í Baldurshaga undir stúku Laugardalsvallar daginn eftir, aðstaðan þar var nefnd eftir Baldri Jónssyni vallarstjóra. Keppendur komu frá Breiðabliki og Aftureldingu, keppendur úr Aftureldingu vöktu mikla athygli en þar hafði orðið mikil vakning í frjálsum íþróttum eftir að nýtt íþróttahús var tekið í notkun fimm árum fyrr. Skólahlaup UMSK fór fram 2. maí í Garðabæ en það hafði legið niðri í nokkur ár. Keppt var í fjórum aldursflokkum og var þar bæði um að ræða einstaklingskeppni og sveitakeppni. Eftirtaldir skólar sendu hlaupara í keppnina: Varmárskóli og Gagnfræðaskólinn í Mosfellssveit. Hofsstaðaskóli, Flataskóli og Garðaskóli í Garðabæ. Snælandsskóli, Kársnesskóli, Digranesskóli og Víghólaskóli í Kópavogi. Ásgarðsskóli í Kjósarhreppi. Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi. Hlaupasveitirnar voru skipaðar sex stúlkum og sex piltum, var það mikil breyting frá upphafsárum skólahlaupsins þegar drengirnir voru nær einir um hituna. Rúmlega 200 hlauparar luku keppni, allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjal frá sambandinu, fyrirtækið Garðahéðinn gaf verðlaun og Markús Einarsson íþróttakennari stjórnaði hlaupinu af röggsemi. Meistaramót UMSK í frjálsum íþróttum 14 ára og yngri var haldið 26. júní. Var þetta í fyrsta skipti að slíkt mót fór fram. 30 keppendur mættu til leiks, frá Aftureldingu og Breiðabliki. Héraðsmót í frjálsum íþróttum fór fram 3.–4. júlí í Kópavogi. Keppendur komu frá Breiðabliki og Aftureldingu. Fyrirtækið Sólning hf. gaf glæsilegan bikar sem heimamenn unnu. Bestu afrekin unnu Hreinn Jónasson í spjótkasti og Hrönn Guðmundsdóttir í 400 metra hlaupi. Inga Úlfsdóttir vann næstbesta afrek kvenna, í hástökki, hún var kjörin íþróttamaður Aftureldingar árið 1978. Miðsumarmót í 6. flokki í knattspyrnu drengja var haldið 17. júlí. Haustmót í knattspyrnu, allir flokkar. Siglingamót UMSK 9.–11. júlí. Siglingafélagið Ýmir í Kópavogi sá um mótið en Hampiðjan gaf öll verðlaunin. Aðeins þrír bátar tóku þátt í mótinu en einungis mjög stórir kjölbátar voru gjaldgengir í keppnina. Siglt var úr Fossvogi að Arnarstapa á Snæfellsnesi og aftur til baka. 13 félög Árið 1981 voru aðildarfélög UMSK 13 talsins úr fjórum hreppum og þremur bæjarfélögum. Næstu fjóra áratugina fjórfaldaðist félagafjöldi sambandsins en þannig var staðan árið 1981: Ungmennafélagið Afturelding. Formaður: Ingólfur Árnason. Ungmennafélag Bessastaðahrepps. Formaður: Ólafur B. Schram. Ungmennafélagið Breiðablik. Formaður: Guttormur Sigurbjörnsson. Ungmennafélagið Drengur. Formaður: Guðbrandur Hannesson. Ungmennafélag Kjalnesinga. Formaður: Kristinn Gylfi Jónsson. Ungmennafélagið Stjarnan. Formaður: Boði Björnsson. Íþróttafélagið Grótta. Formaður: Gunnar Lúðvíksson. Íþróttafélagið Gerpla. Formaður: Margrét Bjarnadóttir. Íþróttafélag Kópavogs. Formaður: Reinhardt Reinhardtsson. Siglingafélagið Ýmir. Formaður: Jón Ingi Jónsson. Siglingaklúbburinn Vogur. Formaður: Erling Ásgeirsson. Golfklúbburinn Kjölur. Formaður: Örn Höskuldsson. Handknattleiksfélag Kópavogs. Formaður: Halldór Runólfsson.324

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==