Aldarsaga UMSK 1922-2022

353 Staðið á sextugu Um 1980 var starfið blómlegt í einstökum félögum innan UMSK en tekið að fjara undan starfsemi sambandsins sem heildar. Þetta sést vel í ávarpi stjórnarmanna til félagsmanna í ársbyrjun 1981 en þar segir: „Reynsla fráfarandi stjórnar hefur orðið sú, að áhugaleysi og deyfð félaganna gagnvart sambandinu er slíkt, að það lamar nánast alla starfsemi þess. Öll viðleitni í þá átt, að efla tengsl félaganna innbyrðis, s.s. að halda formannafundi, stofna fulltrúaráð og gefa út fréttabréf, strandaði alltaf á því sama, tímaskorti, manneklu og áhugaleysi. Jafnvel íþróttamót, sem að öllu jöfnu er það, sem best er að fá þátttakendur í, áttu erfitt uppdráttar, vegna skorts á stjórnendum. Það er leitt til þess að vita, að svo skuli vera komið fyrir UMSK, einu þekktasta og sigursælasta héraðssambandi landsins gegnum tíðina, að erfitt er að fá fólk til þess að starfa fyrir það að nauðsynlegustu málum.“321 Ársþing UMSK 1981 var haldið í Garðaholti á Álftanesi í febrúarmánuði, þar var fámennt en góðmennt, aðeins mættu 30 manns, þó var hugur í fólki fyrir væntanlegt landsmót UMFÍ á Akureyri. Síðan rann upp afmælisárið 1982. 58. ársþing UMSK var haldið í Hlégarði í Mosfellssveit 20. mars þar sem ársskýrsla liðins árs var lögð fram, samkvæmt henni virðist vera að lifna yfir starfsemi sambandsins á nýjan leik því þar skrifa Kristján Sveinbjörnsson formaður og Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri: „Áhugi á starfsemi UMSK fer vaxandi, hægt og sígandi þokast hann í rétta átt. Sífellt fleiri gera sér grein fyrir því, hversu nauðsynlegt sambandið er fyrir félögin og er það vel, því skilningur eykur áhuga og áhugi eykur starf. Síðasta starfsár hjá UMSK hefur verið ár framfara. Tekist hefur verið á við mörg stór verkefni, svo sem þátttaka í Landsmóti UMFÍ, útgáfa UMSK-blaðsins o.fl. En betur má ef duga skal. Fleiri hendur verða að koma til svo starfsemi sambandsins verði eðlileg og aðildarfélögin fái sem mest út úr samvinnu sinni.“322 Um þetta leyti voru félagar innan sambandsins um 5538 talsins sem voru rúmlega 20% af íbúum svæðisins, þar af voru 4846 íþróttaiðkendur. Afmælishóf UMSK var haldið í Hlégarði í Mosfellssveit 20. mars 1982 að afloknu ársþingi sambandsins. Þangað mættu meðal annarra fyrrverandi formenn UMSK, fulltrúar frá sveitarstjórnum, UMFÍ og ÍSÍ, samtals voru þarna um 180 gestir. Hófið tókst vel, margar ræður voru fluttar, félagar úr Gerplu sýndu listir sínar í karate og fimleikum og loks var stiginn dans þar sem hljómsveit hússins lék fyrir dansi.323 Sérstakt afmælisblað var gefið út, í ritnefnd sátu Gunnar Baldvinsson, Helgi Gunnarsson, Kristján Sveinbjörnsson, Páll Aðalsteinsson og Sveinn Jóhannsson. Blaðið var fjármagnað með auglýsingum og því dreift á sérhvert heimili á sambandssvæðinu. Einnig var ýmsum velunnurum sambandsins gefinn kostur á að styrkja Þessi mynd var tekin í Hlégarði í Mosfellssveit á 60 ára afmæli UMSK árið 1982, hér má sjá marga sem gegnt höfðu formennsku í héraðssambandinu um lengri eða skemmri tíma. Talið frá vinstri: Páll Aðalsteinsson, Haukur Hannesson, Axel Jónsson, Grímur Norðdahl, sem var lengi ritari UMSK, Ármann Pétursson, Páll Ólafsson, Guðbjörn Guðmundsson (fyrsti formaður UMSK), Gísli Andrésson, Kristján Sveinbjörnsson, sem var formaður þegar myndin var tekin, Ingólfur Ingólfsson, Sigurður Skarphéðinsson, Jón Ármann Héðinsson, Gestur Guðmundsson og Úlfar Ármannsson.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==