351 manna. Þriðji í langstökkinu var góðkunningi landsmótanna, Helgi Hauksson, sem stökk 6,48 metra. Félagi hans úr Breiðabliki, Karl West Frederiksen, vann silfurverðlaun í stangarstökki, stökk 3,80 metra. Í frjálsíþróttakeppninni lenti lið UMSK í 2. sæti og var einungis fjórum stigum á eftir HSK sem sigraði einnig í heildarstigakeppninni, hlaut 160 stigum meira en UMSK sem lenti í 2. sæti. Eftir landsmótið var gefið út afar vandað UMSK-blað, Kristján Sveinbjörnsson, formaður sambandsins, og Helgi Gunnarsson framkvæmdastjóri önnuðust útgáfuna. Blaðinu var dreift ókeypis á félagssvæði UMSK og það var fjármagnað með auglýsingum.317 Handknattleikur kvenna fór fram við Glerárskóla, úrslitaviðureignin var á milli UMSK og HSÞ líkt og á landsmótinu á Selfossi þremur árum fyrr en þá tapaði UMSK úrslitaleiknum á hlutkesti. Mjótt var á mununum allan leikinn á Akureyri, burðarás og þjálfari UMSK-liðsins var Arnþrúður Karlsdóttir sem hafði leikið áður með Völsungi á Húsavík. Reynt var að taka hana úr umferð í leiknum en allt kom fyrir ekki og UMSK tryggði sér gullið með því að sigra 11:9. Júdó. Keppt var í tveimur aldursflokkum í júdó og sigraði Tryggvi Tryggvason úr UMSK í yngri flokknum. Knattspyrna karla. Ekkert knattspyrnulið keppti fyrir hönd UMSK í lokakeppninni þar eð sambandið náði ekki upp úr undankeppninni sem fór fram sumarið áður. Keflvíkingar fóru með sigur af hólmi í úrslitakeppninni á Akureyri. Körfuknattleikur karla. Anton Bjarnason þjálfaði UMSKliðið fyrir mótið en hann er einn af fáum Íslendingum sem hafa leikið í landsliðinu í þremur knattgreinum, það var í blaki, körfuknattleik og knattspyrnu. Körfuboltinn á sambandssvæði UMSK var að mestu bundinn við yngri flokkana, hörgull á húsnæði var helsta ljónið í veginum svo að körfuboltinn fengi að blómstra innan UMSK. Á Akureyri komst UMSK ekki í úrslitakeppnina. Skák. Lið UMSK hafði oft verið sigursælt á landsmótum en nú varð breyting á, einstakir skákmenn UMSK höfðu dregið sig í hlé, nýir keppendur mættu til leiks sem náðu ekki jafn góðum árangri og lenti sveit UMSK í 5. sæti. Hrönn Guðmundsdóttir sigraði glæsilega í 800 m hlaupi. Hér er hún fremst á myndinni, fjær sjást meðal annarra Unnur Stefánsdóttir HSK og Guðrún Karlsdóttir UMSK. Arnþrúður Karlsdóttir var bæði þjálfari og leikmaður með handknattleiksliði UMSK. „Þakkir, Til þeirra sem sáu um að elda matinn og seðja UMSK liðið á Landsmótinu. Það vill oft verða að þannig störf gleymast og þeirra er hvergi getið í afrekaskrám. En það er afrek útaf fyrir sig að hafa ætíð tilbúinn mat fyrir nær tvö hundruð manns við slíkar aðstæður. Þær sem eiga heiðurinn að þessu eru þær Kolbrún Guðmundsdóttir og Anna Steinarsdóttir. Þá má ekki gleyma Oddnýju Snorradóttur sem ásamt Kolbrúnu hefur séð um matinn mörg undanfarin Landsmót en sá sér ekki fært að vera með að þessu sinni. Hér með eru þeim færðar bestu þakkir frá UMSK. Helgi Gunnarsson“318
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==