350 eð hún sleppti fleiri stökkhæðum. Þessi árangur Maríu og Guðrúnar var sá besti í kvennaflokki á mótinu samkvæmt stigatöflu FRÍ. Í 3. sæti í hástökkinu varð Íris Jónsdóttir UMSK, hún stökk 1,58 m. Gunnar Snorrason hreppti bronsverðlaunin í 1500 m hlaupi með því að kasta sér yfir marklínuna og varð sjónarmun á undan Ágústi Þorsteinssyni (UMSB). Þeir fengu sama tíma: 4:15,7 mín. Gunnar endurtók leikinn í 5000 m hlaupi og varð sjónarmun á undan félaga sínum úr Breiðabliki, Einari Sigurðssyni, þeir hlupu á tímanum 16:18,8 mín. Gunnar var mikill keppnismaður sem átti ekki alltaf auðvelt með æfingar því hann var matsveinn á strandferðaskipi en hann fann ráð við því: „En hann átti frí þegar komið var til hafnar og meðan karlarnir voru að skipa upp og ferma fór hann í íþróttagallann og hljóp um göturnar. Sumir segja að hann hafi líka átt til að fara í land í einni höfn, hlaupa til næstu hafnar á undan skipinu og fara þar um borð.“316 Kristján Harðarson UMSK varð þriðji í 100 m hlaupi á 11,4 sek. og sigraði glæsilega í langstökki, stökk 7,12 metra sem var landsmótsmet og héraðsmet. Þessi árangur er þeim mun athyglisverðari vegna þess að Kristján var aðeins 16 ára gamall, hann var Snæfellingur að uppruna en nýfluttur suður þar sem hann gekk í raðir BreiðabliksSveit UMSK í 4x100 m boðhlaupi kvenna sigraði glæsilega og setti nýtt landsmótsmet. Á verðlaunapallinum eru, talið frá vinstri: Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Helga Árnadóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og Svanhildur Kristjónsdóttir. Í 1500 m hlaupi náði Gunnar Snorrason 3. sæti með því að kasta sér yfir marklínuna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==