Aldarsaga UMSK 1922-2022

348 laugardagskvöldið, Karlakór Akureyrar söng, Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýndi þjóðdansa, danskur fimleikaflokkur lék listir sínar og Skúli Óskarsson lyftingakappi lyfti lóðum við góðar undirtektir áhorfenda. Hljómsveitin Upplyfting lék fyrir dansi á aðaldansleik mótsins þetta sama kvöld, þar bar töluvert á ölvun sem skapaði nokkurt ónæði í tjaldbúðum keppenda. Þurfti að hýsa svo marga í fangageymslum lögreglunnar að hún neyddist til að nýta skrifstofuhúsnæði sitt undir næturgesti. Á sunnudeginum var mikil hátíðardagskrá á íþróttavellinum í blíðskaparveðri. Biskup Íslands, séra Pétur Sigurgeirsson, annaðist helgistund en hann hafði á árum áður þjónað á Akureyri sem prestur. Heiðursgestur mótsins var Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi ráðherra, og flutti hann hátíðarræðuna, síðan tóku við skemmtiatriði og fimleikasýning. Keppendur í öllum greinum – nema glímu Keppendur á landsmótinu voru 842 talsins, þeir sem tóku þátt í sýningum og sýningargreinum voru um 280 en mótsgestir um tíu þúsund.313 Keppendur frá UMSK tóku þátt í öllum greinum – nema glímu – hér verður vikið að árangri þeirra í einstökum íþróttagreinum. Blak átti vaxandi fylgi að fagna um þetta leyti á Íslandi og sendu sjö héraðssambönd lið til Akureyrar. Aðeins var keppt í blaki karla, lið HK tók þátt í mótinu fyrir hönd UMSK en annars var frekar dauft yfir karlablakinu innan UMSK um þær mundir. Albert H. N. Valdimarsson var þjálfari liðsins sem hafnaði í fimmta sæti. Gerplustúlkur sýndu fimleika við mótssetninguna. Tjald við tjald inni í miðjum Akureyrarbæ.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==