347 komna til þessa móts.“312 Vigdís forseti flutti ávarp við setninguna og óskaði íþróttafólkinu góðs gengis og síðan talaði Ingvar Gíslason menntamálaráðherra. Við athöfnina sýndi hópur úr Íþróttafélaginu Gerplu fimleika, atriðið vísaði til sögu íslensku þjóðarinnar á táknrænan hátt. Nú voru tímar diskótónlistarinnar runnir upp á Íslandi og ekki voru allir yfir sig hrifnir að hávær bandarísk diskótónlist væri leikin á fimleikasýningunni. Gerplurnar efldust með hverju árinu, félagið hafði fyllt fyrsta tuginn og lét ekkert stöðva sig, ekki einu sinni hálendi Íslands. Þær óku Kjalveg norður á landsmótið en Sprengisandsleið til baka og gistu síðustu nóttina í Landmannalaugum. Tjaldbúðir keppenda voru í grennd við nýju íþróttahöllina, þar var efnt til mikillar kvöldskemmtunar á Siglingar voru sýningargrein á mótinu, félagar úr siglingaklúbbunum Ými í Kópavogi og Vogi í Garðabæ komu þar mikið við sögu. Vigdís Finnbogadóttir mætti á sitt fyrsta landsmót sem forseti Íslands. Á þessari mynd situr hún á milli Ingvars Gíslasonar menntamálaráðherra og Pálma Gíslasonar, formanns UMFÍ.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==