346 núll aftan af íslensku krónunni, þannig að 100 krónur breyttust í eina krónu á nýársnótt. Leiðin liggur norður Þegar nær dró mótsdögum tóku liðsmenn einstakra héraðssambanda að hópast yfir heiðar og hálendi. Skarphéðinsmenn fóru í mikilli bílalest norður hringveginn en Vestur-Skaftfellingar óku Kjalveg, sú ferð tók 15 klukkustundir, enda villtust þeir af leið og þurftu að moka sig í gegnum skafla á leiðinni, það voraði seint að venju. Ungmennafélagar úr Dreng í Kjósarhreppi fóru einnig í hópferð á landsmótið. Hermann Ingólfsson á Hjalla í Kjós var bílstjóri með 27 farþega um borð. Rútan bilaði í Húnaþingi og þurfti að fá nýjan farkost, komið var til Akureyrar seint að kvöldi og slegið upp tjöldum í herbúðum UMSK. Keppendur úr Dreng voru þrír, allir í dráttarvélaakstri: Finnur Pétursson, Hjörtur Gíslason og Hörður Guðbrandsson sem var formaður Drengs um þær mundir. Kjósverjar óku síðan Sprengisandsleið til baka.311 Þar að auki skipulagði UMSK hópferð norður fyrir þátttakendur sína sem greiddu hundrað krónur í fargjald. Stóra UMSK-tjaldið var reist á mótsstað og þar var meðal annars mötuneyti fyrir keppendur og starfsfólk sambandsins. Vigdís forseti og diskó-fimleikar Mótið var sett föstudagskvöldið 10. júlí, þá stýrði Þorsteinn Einarsson fjölmennri hópgöngu íþróttafólks inn á völlinn líkt og hann hafði gert á mörgum landsmótum og gat þess að þetta yrði í síðasta skiptið sem hann gerði það. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, var viðstödd setninguna, þetta var rúmu ári eftir sögufrægt kjör hennar og fyrsta landsmótið sem hún sótti sem forseti lýðveldisins. Kosning Vigdísar í æðsta embætti landsins hafði án nokkurs vafa mikil áhrif á þátttöku kvenna í félagsmálum, meðal annars á sviði íþrótta. Það sést vel þegar rýnt er í heimildir um starf innan UMSK að langt fram eftir 20. öld voru karlmenn nánast allsráðandi í stjórnum og nefndum og það horfði frekar til undantekninga að konur sætu þar. Það átti sannarlega eftir að breytast næstu áratugina. Pálmi Gíslason, sem hafði unnið gott starf á vettvangi Breiðabliks og UMSK, varð formaður UMFÍ árið 1979. Hann setti mótið á íþróttaleikvangnum á Akureyri og sagði meðal annarra orða: „Í dag eru ungmennafélagar um 24 þúsund í 196 félögum. Starfssvið ungmennafélaganna er víðtækt: íþróttir, leiklist, þjóðdansar, bridds, félagsmálafræðsla o.m.fl. … Landsmót UMFÍ hafa stöðugt aukist að umfangi. Á hverju móti er bætt við einhverjum íþróttagreinum. Og nú á ári fatlaðra er keppt í fyrsta sinn í íþróttum fyrir fatlaða á landsmóti UMFÍ og býð ég þá sérstaklega velUMSK-fólk fylkti liði á Akureyrarvelli við mótssetninguna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==