Aldarsaga UMSK 1922-2022

342 Á kvöldin að loknum vinnudegi var ýmist efnt til kvöldvöku, farið í leiki utandyra eða rennt fyrir silung í vatninu. Skógurinn er hinn ákjósanlegasti til alls konar gönguferða og leikja og fegurð hans og friðsæld í kvöldkyrrðinni hafði mikil áhrif á alla sem þarna dvöldu. Þá er ótalinn einn þátturinn í starfi skólans en það er vinna nemenda í skóginum. Helsta verkefnið var hreinsun kalkvista og dauðra trjáa úr skóginum svo og hreinsun rusls bæði úr skóginum og vítt og breitt og einnig hreinsuðu nemendur til í kringum Þrastalund og á tjaldstæðum tvisvar til þrisvar í viku. Þá fór ekki hjá því að nemendur þyrftu að leggja talsverða vinnu í að lagfæra aðstöðu sjálfs vinnuskólans, enda var hér um hreint brautryðjendastarf að ræða. … Í heild má segja að þessi tilraun hafi heppnast vonum framar, og þarna fékkst dýrmæt reynsla til að byggja á varðandi frekari starfsemi. Ýmsir erfiðleikar eru jafnan á vegi þeirra sem ryðja nýjar brautir, en þeir eru einn liðurinn í því að gera slíkt starf heillandi.“299 1976 Hinn 11. júlí hélt HSK fjölmenna fjölskylduskemmtun í Þrastaskógi og skömmu síðar héldu AA-samtökin sitt fyrsta landsmót þar, frá því segir í 75 ára afmælisriti UMFÍ: „Dagana 22. til 25. júlí 1976, fór fram í Þrastaskógi fyrsta Landsmót AA-samtakanna sem efnt er til á Íslandi. Mótið sóttu um 600 manns, AA-félagar og gestir þeirra.“300 1977 „Miðvikudaginn 22. júní 1977 vann rúmlega 50 manna unglingavinnuflokkur úr Mosfellssveit daglangt í Þrastaskógi, við hreinsun, grisjun, og lagfæringar á girðingum. Stjórnandi hópsins var Páll Aðalsteinsson, formaður UMSK. Vinnuflokkur þessi afkastaði góðu dagsverki undir verkstjórn Páls, enda er hann vanur skógræktarstörfum, og auk þess mikill áhugamaður um málefni Þrastaskógar.“301 1978 Sumarhús UMSK flutt í skóginn, gjöf hjónanna Ingva Guðmundssonar og Ellenar Einarsdóttur í Garðabæ. 1979 Fyrsta reglulega íþróttamótið haldið í Þrastaskógi 28.– 29. júlí, það var knattspyrnumót UMSK fyrir 6. flokk drengja. Átta lið frá sex UMSK-félögum mættu til leiks. Mótið tókst afar vel í góðu veðri og voru áhorfendur talsvert margir, Breiðablik bar sigur úr býtum. Um sumarið gróðursetti hópur unglinga úr Mosfellsbæ 3000 birkiplöntur og 750 greniplöntur sem UMSK fékk hjá Skógrækt ríkisins. Páll Aðalsteinsson, formaður UMSK, stýrði verkefninu. Sumarið 1973 starfrækti UMSK sumarbúðir í Þrastaskógi, stjórnendur voru hjónin Sigurður Geirdal og Ólafía Ragnarsdóttir. Hér má sjá Ólafíu ásamt ungri aðstoðarmanneskju í dyragættinni á eldhúsvagninum. Páll Aðalsteinsson var formaður UMSK um fimm ára skeið, hann átti mörg handtökin í Þrastaskógi og var stundum kallaður „The lord of Þrastaskógur“.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==