340 Ekki síst var það knattspyrnu- og frjálsíþróttafólk sem kom þangað til útivistar og íþróttaiðkunar, um leið og það fegraði umhverfið með tiltekt og skógrækt. Páll Aðalsteinsson var formaður Þrastaskógarnefndar um skeið og manna ötulastur við að stjórna tiltekt og uppbyggingu í skóginum, hann var stundum kallaður „The lord of Þrastaskógur“.296 Nú verða sagðar Þrastaskógarfréttir frá ofanverðri 20. öld. 1963 Landi jafnað undir íþróttaleikvang í Þrastaskógi. Hæstiréttur dæmdi UMFÍ veiðiréttinn í Soginu fyrir landi skógarins. 1973 UMSK tók söluskála UMFÍ í Þrastaskógi á leigu og skipaði sérstaka rekstrarnefnd, í henni sátu Ólafur Oddsson, Steinar Lúðvíksson og Hafsteinn Pálsson. 250–300 þúsund króna halli var á rekstrinum það árið.297 Um sumarið var vinnuskóli á vegum UMSK og UMFÍ UMSK-krakkar á vellinum í Þrastaskógi, myndin birtist á forsíðunni á ársskýrslu UMSK árið 1979. Árið 1976 fékk UMSK þetta sumarhús að gjöf. Gefendur voru hjónin Ellen Einarsdóttir og Ingvi Guðmundsson sem smíðaði húsið. Það var flutt austur í Þrastaskóg árið 1978 og næstu árin var það mikið notað af ungu íþróttafólki úr UMSK.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==