339 arssyni, fyrrum alþingismanni, árið 1911. Svæðið hlaut nafnið Þrastaskógur, þar hófust ungmennafélagar handa við umsvifamikla skógrækt og var skógurinn afgirtur og friðaður. Árið 1924 var Aðalsteinn Sigmundsson (1897– 1943), kennari á Eyrarbakka, ráðinn sumarstarfsmaður í Þrastaskógi en hann varð síðar ritstjóri Skinfaxa og formaður UMFÍ. Aðalsteinn sendi frá sér drengjasöguna „Tjöld í skógi“ árið 1942 sem greinir frá sumardvöl tveggja drengja í Þrastaskógi þar sem þeir búa í tjaldi. Átta árum síðar var frumsýnd kvikmynd eftir Ósvald Knudsen sem var byggð á bókinni og tekin upp í Þrastaskógi og við Álftavatn. Árið 1961 hófst uppbygging á íþróttavelli með áhorfendastæðum í skóginum og var völlurinn fullgerður árið 1970. Söluskálinn Þrastalundur var byggður árið 1967 og var í eigu UMFÍ en árið 2004 var nýr söluskáli með rúmgóðum veitingasal tekinn í notkun. Í aprílmánuði 1978 dró til tíðinda í Þrastaskógi þegar nýtt sumarhús var flutt þangað á stórum flutningabíl. Forsögu þessara húsflutninga má rekja til Ingva Guðmundssonar, byggingameistara í Garðabæ, sem hafði keppt og starfað mikið innan Breiðabliks, Stjörnunnar og UMSK. Árið 1976 færðu hjónin Ingvi og Ellen Einarsdóttir héraðssambandinu sumarhúsið að gjöf, það var tæplega 30 fermetrar að stærð, þar við bættist svefnloft. Ingvi smíðaði húsið að mestu leyti sjálfur, það var fyrst flutt úr Garðabænum upp í Mosfellssveit þar sem heimamenn úr Aftureldingu einangruðu það og innréttuðu. Í fyrstu var ætlunin að þessi höfðinglega gjöf færi að Fossá í Kjós en erfitt reyndist að koma húsinu á áfangastað vegna slæms vegasambands og þá var ákveðið að flytja það í Þrastaskóg. Ræktunarsamband Kjalarnesþings tók að sér að flytja húsið austur sem gekk ekki snurðulaust. Í miðjum Kömbunum sprakk á flutningabílnum og þurfti að sækja varadekk til Reykjavíkur. Þegar komið var að brúnni yfir Sogið þurfti að lyfta húsinu svo það rækist ekki í brúarhandriðið. Allt tókst þó vel að lokum, húsið komst í Þrastaskóg, því var komið fyrir í laut innan skógræktargirðingarinnar þar sem það var fullklárað, málað að innan sem utan og húsgögnum komið fyrir í því. Húsið í skóginum kveikti áhuga einstakra félaga úr UMSK á að nýta sér þetta stórkostlega útvistarsvæði. Mynd úr drengjabókinni „Tjöld í skógi“ eftir Aðalstein Sigmundsson en sagan gerist í Þrastaskógi. Minnisvarði um Aðalstein Sigmundsson sem var lengi skógarvörður í Þrastaskógi og átti drjúgan þátt í uppbyggingu og umhirðu skógarins.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==