Aldarsaga UMSK 1922-2022

338 – Gunnhildur Davíðsdóttir lenti í 3. sæti í 100 m bringusundi, synti á 1:28,5 mín. Hún varð einnig í 3. sæti í 200 m bringusundi á 3:14,8 mín. – Margrét M. Sigurðardóttir lenti í 2. sæti í 100 m skriðsundi á 1:09,4 mín. og sigraði í 100 m flugsundi á 1:16,5 mín. sem var landsmótsmet. Þá varð hún í 3. sæti í 200 m fjórsundi á 2:50,2 mín. og kvennasveitin varð í 2. sæti í tveimur boðsundsgreinum. – Í karlaflokki náði Steingrímur Davíðsson bestum árangri keppenda úr UMSK. Hann varð annar í 100 m flugsundi á 1:07,0 mín., annar í 200 metra bringusundi á 2:44,3 mín. og sigraði í 100 metra bringsundi á 1:13,7 mín. Boðsundssveitirnar í karlaflokki unnu einnig til verðlauna. „Þetta var svo gaman“ Mikil hátíðardagskrá fór fram á sunnudeginum á íþróttavellinum, þar mætti fimleikaflokkur úr Gerplu með áhrifamikla sýningu. Verðlaunaafhending fór hins vegar fram í íþróttahúsinu. Mikill fögnuður braust út hjá heimamönnum þegar tilkynnt var að HSK hefði borið sigur úr býtum í heildarstigakeppninni með 323,5 stig, UMSK fékk 267 stig og HSÞ lenti í 3. sæti með 188,5 stig. Steingrímur Davíðsson, sundmaður úr UMSK, var meðal stigahæstu keppendanna. Mótsgestir voru 10–15 þúsund, í heildina stóð mótið undir sér fjárhagslega og UMSK komst einnig fyrir vind. Allur undirbúningur og þátttaka UMSK voru afar kostnaðarsöm og helsta tekjulindin voru auglýsingatekjur af sérstöku landsmótsblaði. Einnig voru prentaðar veifur og bílmiðar sem voru seld á landsmótinu. Á þeim dýrtíðartímum sem þá ríktu á Íslandi þótti gott að sleppa skuldlaust frá þessu viðamikla verkefni sem var vel af hendi leyst. Jóhannes Sigmundsson, formaður landsmótsnefndar, sá ástæðu til að kasta fram þessari stöku í mótslok: Ég hef eitt og annað gert sem á var minnst að framan. En það er tæpast þakkarvert, þetta var svo gaman. Eitt hús og mörg tjöld í skógi Býður ró um bjarkagöng blómum gróin prýði. Þú átt nóg af þýðum söng, Þrastaskógur fríði. Jóhannes úr Kötlum (1899–1972) Austan við Sogið er 45 hektara gróið svæði sem Ungmennafélag Íslands fékk að gjöf frá Tryggva GunnStarfshlaupið vakti ævinlega athygli á landsmótum þar sem keppendur þurftu að leysa ólíklegustu þrautir. Hugi S. Harðarson, sundkappi úr HSK, var sigursæll á landsmótinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==