Aldarsaga UMSK 1922-2022

337 – Thelma Björnsdóttir varð fjórða í 1500 m hlaupi, þar sigraði Guðrún Sveinsdóttir UÍA og stúlkur úr UÍA lentu einnig í 5. og 6. sæti. Það leiðindaatvik varð eftir hlaupið að allar stúlkurnar frá UÍA voru dæmdar úr leik, þar eð þjálfari þeirra hafði hlaupið við hlið Guðrúnar á endasprettinum. Uppi varð fótur og fit á íþróttavellinum þegar sá dómur féll, niðurstaðan varð sú að ógilda þann dóm og Guðrún stóð uppi sem sigurvegari. Handknattleikur. Í handknattleik kvenna stóð lið UMSK sig afar vel, baráttan um gullið varð æsispennandi á milli UMSK og Þingeyinga. Úrslitaleikurinn var í járnum allan tímann, lokatölurnar voru 8:8 og síðan 9:9 eftir framlengingu. Var þá gripið til vítakeppni, að henni lokinni voru liðin enn hnífjöfn, hvað var þá til ráða? Samkvæmt leikreglunum skyldi hlutkesti ráða, það var spennu þrungið andartak, HSÞ vann hlutkestið og UMSK-stúlkurnar urðu að sætta sig við silfrið. Flestar UMSK-stúlkurnar voru úr Breiðabliki en einnig voru leikmenn úr Stjörnunni, Gróttu og Aftureldingu.294 Knattspyrna. Knattspyrnulið UMSK var að mestu skipað leikmönnum úr Breiðabliki sem lék þá í 1. deild Íslandsmótsins. Í úrslitaleiknum á Selfossi tókust á UMSK og Snæfellingar úr HSH sem er skammstöfun fyrir Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu. Lið HSH var skipað leikmönnum úr Ungmennafélaginu Víkingi í Ólafsvík sem lék þá í 3. deild. Jafnræði var með liðunum í úrslitaleiknum en lið UMSK skoraði eina mark leiksins og varð þar með landsmótsmeistari í knattspyrnu. Körfuknattleikur karla. Lið UMSK í körfuknattleik lenti í 3. sæti, Njarðvíkingar voru ótvíræðir sigurvegarar og unnu alla sína leiki. Skák. 13 skáksveitir tóku þátt í undankeppninni og sex þeirra komust í úrslitakeppnina sem fór fram í Barnaskólanum á Selfossi. Í sögu UMFÍ segir: „Þarna hugsuðu menn stíft þar til fór að braka í andrúmsloftinu. Þá var hróknum leikið fram eða kóngnum forðað, allt eftir því hvernig vígstaðan var.“295 Líkt og á fyrri landsmótum hafði UMSK á að skipa vaskri skáksveit og hún hampaði gullverðlaununum, í sveitinni voru Jónas P. Erlingsson, Jón Pálsson, Harvey Georgsson, Gylfi Magnússon, Jóhannes Jónsson og Björn Halldórsson. Starfsíþróttir. Á Selfossmótinu var starfsíþróttagreinum fækkað niður í sex, keppt var í dráttarvélaakstri, jurtagreiningu, línubeitingu, lagt á borð, starfshlaupi og hestadómum. Stella Guðmundsdóttir, skólastjóri í Kópavogi, sigraði glæsilega í jurtagreiningunni, þekkti 46 plöntur af 50, og Haraldur Benediktsson UMSK var í 2.–3. sæti í línubeitingu. Starfshlaupið var endurvakið en ekki hafði verið keppt í því síðan á landsmótinu á Akureyri árið 1955 þar sem Eiríkur Þorgeirsson frá Túnsbergi í Hrunamannahreppi bar sigur úr býtum, hann mætti aftur til leiks 23 árum síðar og stóð sig prýðilega. Á Selfossi þurftu starfshlauparar meðal annars að þræða saumnál, saga mótatimbur og auðvitað að hlaupa á milli starfsstöðvanna á sem skemmstum tíma, reyndar þeystu keppendur fyrstu 70 metrana á hjólhestum. Trausti Sveinbjörnsson, hinn vaski frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki, lenti í öðru sæti í starfshlaupinu og UMSK í 3. sæti í stigakeppninni í starfsíþróttum, á eftir HSÞ og HSK. Sund. Heimamenn úr Skarphéðni mættu til leiks með öflugasta sundliðið og sigruðu í stigakeppninni, Keflvíkingar höfnuðu í 2. sæti, fengu einu stigi meira en UMSK. Sundmenn úr UMSK komust á verðlaunapall sem hér segir: Óskar Reykdalsson (HSK) sigraði í kúluvarpi með yfirburðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==