Aldarsaga UMSK 1922-2022

336 – Hafsteinn Jóhannesson sigraði í 110 m grindahlaupi, hljóp á 15,5 sek., að vísu í meðvindi. – Helgi Hauksson sigraði glæsilega í þrístökki, stökk 14,24 metra. „Loksins tókst það,“ sagði Helgi í viðtali við blaðamann Þjóðviljans, Helgi var að keppa á sínu þriðja landsmóti en hafði ekki sigrað fyrr.293 – Jón Þ. Sverrisson varð þriðji í 100 m hlaupi á 11,2 sek. Hann náði betri tíma í milliriðlum, hljóp þá á 10,8 sek. sem reyndist vera besta afrek mótsins samkvæmt stigatöflu. Hilmar Pálsson HVÍ hljóp á sama tíma í úrslitum, að vísu í meðvindi, en sú frammistaða skilaði honum gullinu. – Boðhlaupssveit UMSK lenti í 3. sæti í 4 x 100 m boðhlaupi. – Í kastgreinum í karlaflokki vann Hreinn Jónasson einu verðlaunin fyrir hönd UMSK þegar hann varð þriðji í spjótkasti, kastaði 58,68 m. Úrslit í 100 m hlaupi, talið frá vinstri: Jakob Sigurólason (HSÞ) varð fjórði, Jón Þ. Sverrisson (UMSK) varð þriðji, Aðalsteinn Bernharðsson (UMSE) hreppti silfrið og Hilmar Pálsson (HVÍ) hampaði gullinu. Ingólfsfjall í fjarska. Guðrún Ingólfsdóttir (ÚSÚ) efst á verðlaunapalli, hún setti nýtt Íslandsmet í kúluvarpi, kastaði 13,00 m, nákvæmara gat það ekki verið!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==