Aldarsaga UMSK 1922-2022

335 héðinsson, Hafsteinn Jóhannesson, Pétur Eysteinsson og Hafsteinn Pálsson. Páll Ólafsson var framkvæmdastjóri nefndarinnar og jafnframt héraðssambandsins.292 Pálmi var formaður nefndarinnar, ári síðar tók hann við formennsku í UMFÍ og gegndi henni til ársins 1993. Nefndin hvatti til þess að sem flestir keppendur UMSK klæddust sambandsbúningnum á mótinu og var hann boðinn til kaups á framleiðsluverði. Var því góða boði misjafnlega tekið, einstök félög innan sambandsins höfðu eflst síðustu árin og keppendur áttu sinn félagsbúning sem höfðaði meira til þeirra en UMSK-búningurinn. Hér verða tíunduð úrslit í einstökum keppnisgreinum: Frjálsar íþróttir. Haft var á orði að heildarárangurinn í frjálsum íþróttum hefði sjaldan verið betri á landsmótum og eitt glæsilegt Íslandsmet leit dagsins ljós. Lið UMSK var mjög öflugt líkt og oft áður á landsmótum og landaði naumum sigri í stigakeppninni á undan Þingeyingum og Austfirðingum. Árangur UMSK-fólks, sem skaraði fram úr, var sem hér segir: – Íris Jónsdóttir sigraði glæsilega í hástökki, stökk 1,67 metra, setti persónulegt met og bætti landsmótsmetið um tíu sentimetra. Síðar á árinu stökk hún 1,75 m sem var UMSK-met sem stendur enn og er 9. besti árangur íslenskra kvenna í hástökki frá upphafi. Á Selfossi vann Íris einnig til verðlauna í 100 m grindahlaupi, varð þriðja á 16,4 sek. – Alda Helgadóttir varð þriðja í spjótkasti, kastaði 32,44 m. – UMSK-stúlkurnar urðu í 3. sæti í 4 x 100 m boðhlaupi. – Karl West Fredriksen var í miklum ham á mótinu, sigraði í hástökki, smaug yfir 1,97 metra sem var landsmótsmet, hann setti einnig landsmótsmet í stangarstökki þegar hann stökk 4,10 m og hreppti gullið. Karl West (UMSK) sigraði í hástökki, stökk 1,97. Helgi Hauksson úr UMSK sigraði í þrístökki. UÍA-stúlkur komu á óvart á hlaupabrautinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==