Aldarsaga UMSK 1922-2022

334 ekki sérlega hlýtt í veðri en á kvöldin var hægt að dansa sér til hita þar sem hin geysivinsæla hljómsveit Kaktus lék fyrir dansi. Einnig var haldin fjölmenn kvöldvaka, frá henni segir í sögu UMFÍ: „Kvöldvakan á laugardagskvöldið var sannkölluð fjölskylduhátíð. Hún fór fram í íþróttahúsinu stóra sem reyndist heldur lítið fyrir allan þann fjölda sem þar var saman kominn. Þar voru eftirhermur, sungið og sýndir fimleikar. Skemmst er frá því að segja að fimleikasýning Gerplu í Kópavogi … sló alveg í gegn. Þar fór saman frábær þjálfun, skemmtileg tónlist og áhorfendur fögnuðu þeim vel og lengi.“291 Árangur og úrslit Undirbúningur hjá UMSK fyrir landsmótið var viðamikill og sérstök landsmótsnefnd að störfum. Í henni sátu Stefán Tryggvason, Pálmi Gíslason, Sigurður SkarpVegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið var tjaldbúðalíf á landsmótinu með daufara móti. Frá setningarathöfn landsmótsins, í fremstu röð eru, talið frá vinstri: Hafsteinn Þorvaldsson, formaður UMFÍ, Ragnhildur Ingvarsdóttir, Hrafnhildur Jónsdóttir, Jóhannes Sigmundsson, formaður landsmótsnefndar, Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og forsetahjónin Halldóra og Kristján Eldjárn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==