Aldarsaga UMSK 1922-2022

333 við Ölfusárbrú. Brúin og fáni UMFÍ (Hvítbláinn) voru ráðandi í merki mótsins sem Ólafur Th. Ólafsson teiknaði. Mikið mæddi á Guðmundi við allan undirbúning og framkvæmd mótsins og kvaðst hann að leikslokum aðeins vera farinn að síga í stólnum, enda hefði hann einungis sofið um tvær klukkustundir að meðaltali á sólarhring síðustu vikuna!290 Nýjar keppnisgreinar Sérstök nefnd var að störfum fyrir landsmótið sem hafði það hlutverk að endurskoða landsmótsreglurnar. Ákveðið var að bæta við tveimur hlaupagreinum, 800 metra hlaupi karla og 1500 metra hlaupi kvenna. Starfshlaupið var endurvakið og blak og borðtennis voru reiknuð til stiga. Í borðtennis kvenna sigraði Guðrún Einarsdóttir (UMSK) Ragnhildi Sigurðardóttur (UMSB) í baráttunni um gullið eftir æsispennandi viðureign. Ekki var keppt í fimleikum á mótinu en Gerplufólk sýndi fimleika við góðan orðstír, einnig var júdó sýningargrein. Vönduð mótskrá var gefin út með nöfnum keppenda, tímasetningum og kortum. Einnig komu út fjögur tölublöð af Landsmótsfréttum með ýmsum gagnlegum upplýsingum og að sjálfsögðu nýjustu úrslitunum. Hátíðleg mótssetning en dauft tjaldbúðalíf Föstudaginn 21. júlí setti Hafsteinn Þorvaldsson, formaður UMFÍ, mótið eftir skrúðfylkingu fulltrúa héraðssambanda af gjörvöllu landinu. Forsetahjónin, Kristján og Halldóra Eldjárn, og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra voru viðstödd setninguna en heiðursgestur mótsins var séra Eiríkur J. Eiríksson, þjóðgarðsvörður og prestur á Þingvöllum og fyrrum formaður UMFÍ. Mörg héraðssambönd skipulögðu hópferðir á mótið, Eyfirðingar nýttu tækifærið til að kynnast hálendi Íslands í leiðinni, óku suður Kjöl og Sprengisandsleið heim eftir mótið. Líkt og öðrum héraðssamböndum var UMSK úthlutað tjaldstæði, þar var sett upp hlið sem var skreytt með merki sambandsins. Reist var stórt matar- og samkomutjald þar sem Kolbrún Guðmundsdóttir og Oddný Snorradóttir önnuðust matseldina. Nálægðin við höfuðborgarsvæðið varð til þess að ekki var eins líflegt í tjaldbúðunum og oft áður. Allmargir keppendur komu einungis á mótsstaðinn til að keppa en héldu síðan aftur til síns heima. Sólríkt var um mótsdagana en nokkur blástur og því Skrúðganga við upphaf mótsins, framarlega til hægri er Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi ríkisins, sem stjórnaði göngu á landsmótum um langt árabil.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==