Aldarsaga UMSK 1922-2022

332 Snær Hjartarson voru leiðbeinendur í fyrstu en árið 1986 var Jóhann Kjartansson landsliðsþjálfari ráðinn til starfa hjá deildinni og þjálfaði þar í 14 ár. Síðan hafa ýmsir komið að þjálfun innan deildarinnar og margir iðkendur náð afbragðsárangri. Badmintonmaður Aftureldingar var fyrst útnefndur árið 1999, það var Egill Sigurðsson, og árið 2006 fékk deildin titilinn fyrirmyndardeild ÍSÍ. Hún býður upp á barna- og unglingastarf og æfingar fyrir fullorðna, æft er bæði á Varmá og í íþróttamiðstöðinni Lágafelli. Síðustu árin hefur verið fjölgun í badmintondeildinni og árið 2021 hélt hún meistaramót Aftureldingar í fyrsta sinn. Ölfus-við-ána Landsmót UMFÍ á Selfossi 21.–23. júlí 1978 Nýr kaupstaður heldur landsmót Eftir vel heppnað landsmót UMFÍ á Akranesi 1975 var stefnan tekin norður í Eyjafjörð, á félagssvæði UMSE. Ákveðið var að mótið færi fram á Dalvík en frá því var horfið þegar ljóst var að ekki tækist að fullgera íþróttamannvirkin þar í tæka tíð. Selfyssingar og Skarphéðinsmenn voru hins vegar reiðubúnir að taka þetta risaverkefni að sér með skömmum fyrirvara. Á Selfossi hófst landsmótsvorið 1978 með því að bærinn fékk kaupstaðarréttindi, þá bjuggu þar rúmlega 3000 manns en upphaf þéttbýlis þar má rekja til brúarsmíðar yfir Ölfusá seint á 19. öld þegar þetta landsvæði komst í alfaraleið. Á 20. öld varð Selfoss miðstöð stærsta landbúnaðarhéraðs landsins og Mjólkurbú Flóamanna, Kaupfélag Árnesinga og Sláturfélag Suðurlands byggðu þar upp bækistöðvar sínar. Ágæt íþróttaaðstaða var til staðar á Selfossi, þar var gömul innisundlaug og því til viðbótar keyptu Selfyssingar plastdúkslaugina sem var notuð á landsmótinu á Akranesi og var hún sett upp við hliðina á innilauginni. Í kaupstaðnum nýja var einnig malarvöllur, grasvöllur með hlaupabrautum og handboltavöllur. Mikil skólamannvirki voru í bænum og íþróttahús í byggingu, allt kapp var lagt á að ljúka þeirri smíð fyrir væntanlegt mót. Skipuð var fimm karlmanna landsmótsnefnd, þar sátu fulltrúar UMFÍ og HSK, formaður hennar var Jóhannes Sigmundsson, bóndi og kennari í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Mótstjóri var Þórir Þorgeirsson, kennari við Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni, en framkvæmdastjóri mótsins var sá kunni frjálsíþróttagarpur Guðmundur Kr. Jónsson sem hafði bækistöðvar sínar í hinu gamalkunna húsi Tryggvaskála Horft yfir Selfoss í áttina að Ingólfsfjalli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==