Aldarsaga UMSK 1922-2022

331 samstarfið um leið og þeirra afstaða til samvinnu við UMSK er hörmuð. Vonandi kemur sá dagur að menn öðlist þann þroska að þessi tvö stærstu héraðssambönd innan UMFÍ geti starfað saman af einhug.“285 Formanni UMSK þóttu Skarphéðinsmenn einum of fégráðugir í þessum samskiptum og hann sendi þeim fremur kaldar kveðjur í ársskýrslu UMSK.286 Er ekki laust við að andað hafi köldu milli sambandanna um skeið vegna þessara málaloka. Skarphéðinn hélt hátíðina í nokkur ár eða til ársins 1987, þá mættu einungis 500 manns og þar með galaði Gaukurinn sitt síðasta vers. Badminton Badminton barst til Íslands frá Danmörku á 4. áratugi síðustu aldar og í kjölfarið var Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur stofnað, árið 1938. Í fyrstu fóru æfingar fram í íþróttasölum skóla og íþróttabragganum á Hálogalandi. Fyrsta Íslandsmótið í badminton var haldið um miðbik aldarinnar og Badmintonsamband Íslands stofnað árið 1967.287 Um það leyti hófu einstök félög innan UMSK að iðka badminton og fyrsta UMSK-mótið í greininni var haldið vorið 1972, þátttakendur komu frá Gerplu, Stjörnunni og Gróttu.288 Badmintonráð UMSK var starfandi um skeið og héraðsmót UMSK í badminton voru haldin í íþróttahúsi Kársnesskóla og Ásgarði í Garðabæ. Badminton var keppnisgrein á landsmótum UMFÍ og einnig á landsmótum 50 plús eftir að þau komu til sögunnar. Innan Gerplu starfaði badmintondeild um hríð og árið 1982 var badmintondeild Stjörnunnar stofnuð. Jóna Bjarkan var kjörin fyrsti formaður hennar. Íþróttin naut strax vinsælda hjá Garðbæingum og eftir eitt ár voru félagar deildarinnar 86 talsins á aldrinum 12–60 ára, þar voru karlmenn í meirihluta. Æfingar fóru fram í íþróttahúsinu Ásgarði, en þar var mikil samkeppni á milli íþróttagreina um lausa tíma sem bitnaði á starfsemi deildarinnar og lifði hún aðeins í nokkur ár.289 Badmintondeild Aftureldingar var stofnuð 11. september 1982 og var Kjartan Nielsen kosinn fyrsti formaður hennar. Æfingar voru strax vel sóttar, ekki síst af börnum og unglingum, og var fyrsta innanfélagsmótið haldið snemma árs 1983. Kjartan formaður og Grétar Keppendur á fyrsta badmintonmóti Aftureldingar vorið 1983. Sigurlaug Ásta Sigvaldadóttir, Dóróthea Heiður Grétarsdóttir, Anna Lára Másdóttir, Jónbjörn Björnsson, Stefán Jónsson, Stefán Lárusson, Sigurður Magnússon, Arnar Þórðarson, Erlendur Stefán Kristjánsson, Einar Sigurjónsson, Marín Hjörvarsdóttir, Hulda Bergrós Stefánsdóttir, Hörður Þórðarson, Marteinn Steinar Þórsson, Jón Páll Gestsson.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==