Aldarsaga UMSK 1922-2022

330 frammistöðu UMSK og töldu þeir að Gerplurnar hefðu verið of fáliðaðar til að valda því verkefni sem féll þeim í hlut. Ritaði stjórn HSK bréf til stjórnar UMSK um það mál og taldi jafnframt að ekki væri grundvöllur fyrir frekara samstarfi á þessum vettvangi.280 Fullt bílskott af seðlum – Gaukurinn 1984 Eftir að Skarphéðinsmenn höfðu hafnað frekara samstarfi við UMSK um samkomuhald í Þjórsárdal hófust miklar samningaviðræður á milli sambandanna um hugsanlegt framhald, í ársskýrslu UMSK segir: „Eftir margra mánaða þref komst á samkomulag og hafist var handa við undirbúning af fullum krafti, því tíminn var orðinn naumur.“281 Aftur var skipuð framkvæmdanefnd og sátu í henni af hálfu UMSK Kristján Sveinbjörnsson, Katrín Gunnarsdóttir og Einar Sveinn Árnason. Nú skyldi verkaskiptingin vera þannig að Skarphéðinn sæi um söluskálana á mótsstað en UMSK um miðasölu, gæslu og hreinsun á svæðinu. Nokkuð treglega gekk að manna gæslulið UMSK en síðan skall á ferðahelgin mikla og unga kynslóðin streymdi í Þjórsárdalinn í góðu veðri. Talið er að um 4000 manns hafi verið á svæðinu svo hér var um eina stærstu útihátíð ársins að ræða, með tónlist og ýmiskonar afþreyingu. Reiðufé flæddi í hendur mótshaldara og grípa þurfti til óvenjulegra ráða til að koma fjármagninu til byggða. Frá því segir í sögu Héraðssambandsins Skarphéðins: „Hliðverðir og veitingasalar voru kampakátir því salan gekk vel og peningarnir streymdu inn. Fljótlega kom þó upp ófyrirsjáanlegt vandamál því peningatöskurnar rúmuðu ekki alla seðlabunkana sem hrúguðust upp. Þá var gripið til þess ráðs að sturta allri hrúgunni í farangursgeymsluna á einum bílnum. Svo fóru Kjalnesingarnir Svanur Gestsson og Ólína Sveinsdóttir, yfirmenn aðgöngumiðasala, ásamt Þóri Haraldssyni og Árdísi Jónsdóttur í Eystra-Geldingaholti með fenginn heim til hennar með mikilli leynd um miðja nótt. Þar var fjárhæðinni mokað í stóra þvottabala og þeir bornir inn í borðstofu hjá Margréti Eiríksdóttur húsfreyju en Ingibjörg Marmundsdóttir bankagjaldkeri stjórnaði talningu. Um morguninn voru lögreglumenn sem voru á leið heim til vaktaskipta fengnir til að flytja fjársjóðinn á Selfoss en Þórir fylgdi á eftir og lagði hann inn í Landsbankann.“282 Mótið skilaði mótshöldurum dágóðum hagnaði en aftur voru Skarphéðinsmenn óánægðir með frammistöðu UMSK-fólks, einkum vegna hreinsunarstarfa eftir mótið, og gengu sjálfir í það verk.283 Af hálfu HSK var frekari samvinnu alfarið hafnað og svo fór að UMSK og HSK sóttu um afnot af svæðinu sumarið 1985 hvort í sínu lagi. Skógrækt ríkisins afgreiddi þá málaleitan með þeim hætti að Skarphéðni var úthlutað svæðinu um verslunarmannahelgina en UMSK um hvítasunnuna í lok maí. Með þeirri ákvörðun flögraði gaukurinn í faðm Skarphéðins en UMSK ákvað hins vegar að efna til hátíðar um Jónsmessuna sem fékk nafnið Haukurinn. Þær ráðagerðir runnu snarlega út í sandinn þegar sýslumaður Árnesinga synjaði sambandinu um skemmtanaleyfi á síðustu stundu án nokkurra útskýringa.284 Þarna skildi leiðir í samkomuhaldi í Þjórsárdal og í ársskýrslu UMSK fyrir árið 1984 segir: „HSK er þakkað Aðgangseyrir hátíðarinnar var fluttur með leynd um miðja nótt að bænum Eystra-Geldingaholti þar sem sest var niður við talningu. Árdís og Sigrún Jónsdætur eru til vinstri en Þórir Haraldsson, framkvæmdastjóri mótsins, til hægri. Þegar dagur rann var féð flutt í lögreglufylgd í Landsbankann á Selfossi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==