Aldarsaga UMSK 1922-2022

328 liðlega 5000 gestum sem voru í Þjórsárdal. Um 500 leituðu til Hjálparsveitar skáta með einhver meiðsli, engin þó alvarleg. Alls var um 400 manna starfslið við mótið, mest úr ungmennafélögunum.“275 Lögreglumenn gerðu eitthvað af áfengi upptækt á staðnum. „Því var yfirleitt hellt í Sandá sem hafði sínar afleiðingar því gæslumenn þóttust sjá að silungar í ánni væru orðnir rallhálfir og farnir að synda baksund áður en lauk.“276 Hagnaður af hátíðinni var minni en vonir stóðu til, hlutur UMSK var 100.000 krónur og þar af fóru 60% til aðildarfélaganna. Til að átta sig betur á verðgildi ágóðans má geta þess að sumarið 1973 var moskvíts-sendibíll auglýstur til sölu í Morgunblaðinu, árgerð 1970, skoðaður 1971, í góðu lagi, ásett verð 120 þúsund krónur. Sími 82193.277 Gaukurinn galar í Þjórsárdal –1983 Hvítasunnuhátíðir Íslendinga runnu sitt skeið á enda; fólki varð ljóst að sá árstími hentaði ekki fyrir fjöldasamkomur undir beru lofti. Hins vegar festi verslunarmannahelgin sig í sessi sem langstærsta ferðahelgi ársins. Þar átti þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum sína löngu sögu þar sem íþróttafélögin Týr og Þór léku stórt hlutverk. Á félagssvæði UMSK var enginn staður sem hentaði vel til mannmargra útihátíða en í júnímánuði 1983 kviknaði sú hugmynd hjá Gunnari Baldvinssyni, framkvæmdastjóra UMSK, og Þóri Haraldssyni, framkvæmdastjóra HSK, að efna til sameiginlegrar útihátíðar um verslunarmannahelgina á sambandssvæði HSK. Tveir staðir komu til greina: Þrastaskógur og Þjórsárdalur. Sá fyrrnefndi var þó strax afskrifaður því ljóst var að hann myndi ekki bera þann mannfjölda sem vænst var á slíkri hátíð svo Þjórsárdalur varð fyrir valinu. Skammur undirbúningstími var til stefnu, einungis nokkrar vikur. Framkvæmdanefnd tók til starfa, í henni sátu formenn sambandanna, Kristján Sveinbjörnsson og Guðmundur Kr. Jónsson, og auk þess áðurnefndir framkvæmdastjórar UMSK og HSK. Gerður var samningur til nokkurra ára við ábúandann á Skriðufelli í Þjórsárdal Þá var öldin önnur – á Gauknum um verslunarmannahelgina 1983. Merki útihátíðarinnar Gauksins í Þjórsárdal árið 1983.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==