Aldarsaga UMSK 1922-2022

326 Félög innan UMSK tóku þátt í þessari borðtennisbylgju frá upphafi eins og vel kemur fram í UMSK-blaðinu frá árinu 1973: „Áhugi fyrir borðtennis hefur aukist verulega hér á landi og ekki hvað síst hjá félögum innan U.M.S.K. Hafa verið stofnaðar borðtennisdeildir hjá mörgum félaganna. Jafnframt því að vera skemmtileg íþrótt er hún við hæfi ungra sem gamalla og krefst ekki stórra íþróttasala og kemur það sér vel í skortinum á íþróttahúsnæði á sambandssvæðinu. Borðtennis má hæglega stunda í skólastofum og anddyrum skóla sem mörg eru rúmgóð og í félagsheimilunum. Þess eru jafnvel dæmi að starfsfólk á skrifstofum og víðar æfir borðtennis að loknum vinnudegi í kaffistofum fyrirtækjanna og jafnvel á skrifstofunum.“270 Mikill áhugi myndaðist hjá einstökum félögum, til dæmis Gerplu, Aftureldingu, HK og Stjörnunni, þar var borðtennisdeild stofnuð árið 1984 og var Stefán Konráðsson fyrsti formaður hennar. Hann var lengi í hópi bestu borðtennisleikara landsins og oft Íslandsmeistari, Stefán var útnefndur íþróttamaður Garðabæjar árið 1985. Annar öflugur borðtennismaður innan Stjörnunnar var Albrecht Ehmann sen keppti oft fyrir UMSK á landsmótum UMFÍ með góðum árangri. Síðustu árin hefur borðtennisdeild HK verið öflug, í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2018 segir: „Karlalið HK í borðtennis unnu aðra deildina og tryggðu sér sæti í efstu deild að ári. Óskar Agnarsson sem var lykilmaður í liðinu vann líka Íslandsmeistaratitilinn í 2 flokki.“271 Árið 2020 varð HK Íslandsmeistari í borðtennis og árið 2021 náði deildin einnig góðum árangri, en þar eins og víðar setti heimsfaraldurinn mark sitt á starfsemina. Gaukurinn, Haukurinn og Vor í dal Útihátíðir Á 7., 8. og 9. áratugnum efndu nokkur héraðssambönd innan UMFÍ til útihátíða, þær höfðuðu fyrst og fremst til æskulýðsins sem hafði tileinkað sér eigin menningu, tísku og tónlistarsmekk. Á hátíðunum var einkum lögð áhersla á tónlistarflutning og ýmsa afþreyingu, samkomurnar gátu verið mikilvæg fjáröflun fyrir ungmennasamböndin en þó var ekki á vísan að róa, þar skipti veðrið miklu máli. Á árabilinu 1961–1988 hélt Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) útihátíðir með hléum um verslunarmannahelgina í Atlavík við Lagarfljót. Í minni margra ber hæst hátíðina sumarið 1984 þegar bítillinn Ringo Starr heiðraði mótsgesti með nærveru sinni. Æskulýðsnefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) efndi til samkomuhalds í Húsafelli um verslunarmannahelgina árið 1967 og áfram næstu árin. Þar var stundum efnt til íþróttakeppni, árið 1968 keppti UMSK þar í frjálsum íþróttum, ásamt Snæfellingum, Borgfirðingum og HSK. Um 15 þúsund manns sóttu þá hátíð. Ári síðar lék og söng hin geysivinsæla hljómsveit Trúbrot á Húsafellshátíðinni, þangað mættu um 20 þúsund manns sem voru um 10% þjóðarinnar. Það fylgdi sögunni að 800 áfengisflöskur hefðu verið gerðar upptækar.272 Þingeyskir og eyfirskir ungmennafélagar efndu til bindindishátíða í Vaglaskógi ásamt fleiri samtökum á Frá UMSK-móti í borðtennis árið 1975. Gunnar Páll Pálsson og Haraldur Sverrisson úr Aftureldingu kepptu saman í tvíliðaleik. Árið 1984 var stofnuð borðtennisdeild innan Stjörnunnar. Á þessari mynd má sjá hjónin Vilborgu Aðalsteinsdóttur og Albrecht Ehmann sem unnu geysigott starf innan deildarinnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==